Skráning

Skila þarf rafrænni skráningu og greiðslu á hverri önn. Smellið hér til að skrá iðkendur

 

Upplýsingar um skráningu (PDF)

 

Með þessu nýja skráningarkerfi verða skráningar iðkenda markvissari, allar upplýsingar um iðkendur svo sem sími og netfang eru eins réttar og þær geta orðið. Þjálfarar geta haldið utan um mætingar iðkenda sinna, stjórnir deilda hafa betri yfirsýn, innheimta verður skilvirkari og allt utanumhald með betra móti en áður. Aðeins þarf að innskrá hvern einstakling einu sinni í kerfið þótt hann æfi hjá fleiri en einni deild innan Keflavíkur. Kerfið heitir Nóri og er hýst af Dynax www.dynax.is

  • Þegar slóðin á heimasíðunni https://keflavik.felog.is/ er valin þarf að byrja á að haka í reitinn efst „Samþykkja skilmála“. Síðan er smellt á reitinn „Nýskráning“. Þá opnast nýr gluggi og færð er inn kennitala forráðamanns (án bandstriks).
  • Næst er smellt á áfram og þá þarf að fylla inn netfang, síma, heimilisfang og velja sér lykilorð. Ekki þarf að bíða eftir að lykilorðið er samþykkt og því er það ekki sent á netfang. Veljið því lykilorð sem þið munið eða geymið það vel.
  • Með því að velja “Er jafnframt iðkandi “ er hægt að sjá öll námskeið ætluð fullorðnum á vegum félagsins. Svo er hakað við eða ekki “Ég er stoltur Keflvíkingur“ og er þá viðkomandi kominn sjálfvirkt inn á póstlista Keflavíkur. Að lokum þarf að samþykkja skilmála og smella á „skrá“. Þetta er bara gert í upphafi við nýskráningu, næst þegar farið er inn í kerfið er farið í „Innskráning“.
  • Þá er komin skráning inn í kerfið og aðeins tekur við að skrá börnin inn. Valið er “Nýr iðkandi“ og birtast svo börn  viðkomandi og þarf að skrá við þau netföng, síma og heimilisfang og eru þau síðan valin inn í kerfið. Til að sjá námskeið sem í boði eru fyrir hvern iðkanda þarf að smella á “Námskeið/Flokkar í boði“ og birtast þá öll námskeið hjá Keflavík sem í boði eru fyrir þann aldurshóp
  • Þá er létt val að velja námskeiðið og skrá inn og greiða. ATH. Aðeins er hægt að greiða með kreditkorti í kerfinu.