Mót og keppni



Taekwondo er Ólympísk íþrótt og hefur verið með sem kynningargrein frá leikunum í Seul 1988. Árið 2000 varð íþróttin svo fastur hluti af leikunum.

Taekwondo deild Keflavíkur hefur verið með besta keppnisárangur allra félaga á Íslandi frá árinu 2007 og er hratt og örugglega að skipa sér sess sem eitt öflugasta taekwondo félag á Norðurlöndunum. Innanlands eru haldin ýmis mót en þar af má helst nefna:

  • Íslandsmót í kyorugi (bardaga) = eftirsóttasti titillinn í taekwondo á Íslandi er að verða Íslandsmeistari einstaklinga og svo Íslandsmeistari félaga. Þetta mót er fyrir iðkendur 12 ára og eldri

  • Íslandsmót í poomsae (formum) = yfirleitt keppt í einstaklingskeppni, parakeppni og hópakeppni ásamt félag mótsins. Stundum eru aðrar greinar einnig. Þetta mót er fyrir iðkendur 12 ára og eldri

  • Bikarmót TKÍ = þessi mót eru fyrir allan aldur og eru haldin þrisvar sinnum á ári. Eftir tímabilið er tekinn saman heildarárangur liða yfir öll þrjú mótin og er þetta því einn erfiðasti titillinn til að vinna.

Svo eru yfirleitt haldin 1-2 önnur minni mót sem iðkendur geta tekið þátt í.


Árangur og viðhorf iðkenda til móta telur í árangri þeirra og getu til að bæta sig og fá ný belti. Til að fá há belti (rautt og hærra) er skylda að taka þátt í mótum og krafa um vissan árangur. Þeir sem stunda íþróttina vel, mæta og gera það sem þjálfari setur fyrir eru ávallt vel undirbúnir fyrir mótin, enda eru greinarnar eins og í beltakröfum og á æfingum. Nóg er um keppnisæfingar og því ættu þeir sem stefna hærra í iþróttinni að taka þátt í sem flestum mótum. Ef iðkendur stefna ekki á hærri belti og vilja ekki keppa þá er það líka þeirra val. Við hvetjum þó flesta iðkendur til að taka oft þátt í mótum því það er stór hluti í því að bæta færni í taekwondo og geta aðlaðag sig að aðstæðum og ólíkum andstæðingum. Áskorunin að keppa er mjög þroskandi, því í keppni getur maður ekki treyst á neinn nema sjálfan sig og sinn eigin undirbúning. Ef maður ákveður að keppa er undirliggjandi að maður reyni meira á sig á æfingum því það er í eðli mannsins að vilja standa sig vel þegar á hólminn er komið.


Keppni fyrir yngri iðkendur
Fyrir iðkendur 6-7 ára er minna æft fyrir keppni. Þessir iðkendur mega taka þátt á Bikarmótum TKÍ og stundum öðrum mótum opnum mótum ef þeir og foreldrar þeirra hafa áhuga.

Í hverju á að keppa?
Í taekwondo eru nokkrar keppnisgreinar. Aðalkeppnisgreinin er taekwondo bardagi. Taekwondo er bardagaíþrótt og viðurkennd sem slík af Alþjóða Ólympíunendinni. Önnur vinsæl keppnisgrein er tækni eða form. Það er einnig mikilvægur þáttur í taekwondo. Taekwondo iðkendur sem ætla sér að vera í taekwondo í lengri tíma eða ná hærri gráðu skulu æfa og keppa í báðum greinum, enda er keppnin prófraun fyrir þá hluti sem iðkendur hafa æft. Ekki ala þá hræðslu að það er lagi að "keppa bara í því sem ég er góður í" eða því sem maður þorir, það heftir vöxt iðkandans gífurlega. Svo eru aðrar greinar sem keppt er í t.d. freestyle form og brot, allt mun auka getu og þroska iðkandans.


Ábendingar um mót
1. Skráning. Skráning fer yfirleitt fram hjá þjálfara á æfingu eða á netinu. Fylgist með á heimasíðum félagsins og tki.is til að sjá hvenær næsta mót er og verið tímanlega að skrá á mótið. Skrá þarf fullt nafn, kennitölu, aldur, rétta þyngd og belti. Virðið skráningarfrest og vandið að skrá réttar upplýsingar. Munið svo að greiða fyrir mótið áður en skráningarfrestur rennur út.

2. Hlífar. Skoðið vel upplýsingarnar um hlífar á síðunni. Keppendur fá ekki að taka þátt í mótum án þess að vera með skylduhlífar. Verið tímanlega í að útvega ykkur hlífar. Iðkendur skulu líka vera með íþróttateip og kælisprey í töskunni sinni, hvoru tveggja fæst í næsta apóteki.

3. Fylgist með upplýsingum. Skoðið facebook síðu félagsins og tki.is til að sjá hvort nákvæmari dagskrá komi eða breytingar verði á henni. Góð regla er að mæta klukkutíma fyrir áætlaða byrjun keppni.

4. Næring. Iðkendur skulu að sjálfsögðu temja sér góðar næringarvenjur. Vikuna fyrir keppni skal borðað vel af kolvetnaríkri en hollri fæðu t.d. ávexti, ávaxtasafa, pasta, hrísgrjón osfv. Það getur aukið afköst. Á mótsstað skal passa að vera með hollt og gott nesti og drykki. Stundum geta iðkendur orðið listarlausir á mótsdag og getur það haft neikvæð áhrif á frammistöðu. Það er því mikilvægt að vera með létt nesti. Munið eftir vatnsbrúsa.

5. Á mótsstað. Verið undirbúin fyrir langan dag. Mætið snemma og spyrið liðsfélaga ykkar hvar þeir halda sig. Komist að því hvar í röðinni þið eruð að keppa og hvar röðin er núna. Verið viss á hvaða gólfið þið keppið og í hvaða lit af brynju þið eruð að fara nota. Þegar líða fer að ykkar keppni skal hita vel upp, teygja og halda líkamanum á hreyfingu. Foreldrar skulu hjálpa sínum börnum við að gera sig tilbúin á mótsstað. Munið eftir klósettferðum tímanlega. Verið með allar hlífar tímanlega. Takið með ykkur vantsbrúsa, kælisprey og íþróttateip þegar þið eruð að fara inn á völlinn. Eftir fyrstu keppnina skulið þið ganga úr skugga um hvort og hvenær sú næsta er. Stundum fá keppendur að keppa aftur eftir tap og stundum ekki. Gangið snyrtilega frá öllum búnaði, sama hvort hann er ykkar eður ei. Þakkið dómurum og andstæðingum fyrir mótið, sama hver úrslitin urðu, án þeirra gætuð þið ekki keppt. Verðlaunaafhending er oft í lok móts. Þegar veitt eru sérstök verðlaun fyrir lið mótsins og keppendur mótsins er gaman að allir keppendur séu viðstaddir. Allir sem keppa í bardaga þurfa að vera með þjálfara eða aðstandanda í stólnum hjá sér við hlið gólfsins. Foreldrar mega sinna því hlutverki ef þeir óska eftir því, annars hærri belti eða þjálfarar hjá félaginu.

6. Eftir mótið. Þakkið mótshöldurum og öðrum fyrir daginn, takið allt ykkar með ykkur. Athugið hvort liðið stefni á að fara saman að borða eða eitthvað slíkt. Útilokið allt neikvætt umtal, finnið eitthvað jákvætt um mótið sama hvernig fór og talið um það. Finnið svo leið til að slaka á og hugsa um eitthvað annað og fangið á skemmtilegan hátt.