Taekwondo er Ólympísk íþrótt og hefur verið með sem kynningargrein frá leikunum í Seul 1988. Árið 2000 varð íþróttin svo fastur hluti af leikunum.
Taekwondo deild Keflavíkur hefur verið með besta keppnisárangur allra félaga á Íslandi frá árinu 2007 og er hratt og örugglega að skipa sér sess sem eitt öflugasta taekwondo félag á Norðurlöndunum. Innanlands eru haldin ýmis mót en þar af má helst nefna:
- Íslandsmót í kyorugi (bardaga) = eftirsóttasti titillinn í taekwondo á Íslandi er að verða Íslandsmeistari einstaklinga og svo Íslandsmeistari félaga. Þetta mót er fyrir iðkendur 12 ára og eldri
- Íslandsmót í poomsae (formum) = yfirleitt keppt í einstaklingskeppni, parakeppni og hópakeppni ásamt félag mótsins. Stundum eru aðrar greinar einnig. Þetta mót er fyrir iðkendur 12 ára og eldri
- Bikarmót TKÍ = þessi mót eru fyrir allan aldur og eru haldin þrisvar sinnum á ári. Eftir tímabilið er tekinn saman heildarárangur liða yfir öll þrjú mótin og er þetta því einn erfiðasti titillinn til að vinna.
Svo eru yfirleitt haldin 1-2 önnur minni mót sem iðkendur geta tekið þátt í.
Árangur og viðhorf iðkenda til móta telur í árangri þeirra og getu til að bæta sig og fá ný belti. Til að fá há belti (rautt og hærra) er skylda að taka þátt í mótum og krafa um vissan árangur. Þeir sem stunda íþróttina vel, mæta og gera það sem þjálfari setur fyrir eru ávallt vel undirbúnir fyrir mótin, enda eru greinarnar eins og í beltakröfum og á æfingum. Nóg er um keppnisæfingar og því ættu þeir sem stefna hærra í iþróttinni að taka þátt í sem flestum mótum. Ef iðkendur stefna ekki á hærri belti og vilja ekki keppa þá er það líka þeirra val. Við hvetjum þó flesta iðkendur til að taka oft þátt í mótum því það er stór hluti í því að bæta færni í taekwondo og geta aðlaðag sig að aðstæðum og ólíkum andstæðingum. Áskorunin að keppa er mjög þroskandi, því í keppni getur maður ekki treyst á neinn nema sjálfan sig og sinn eigin undirbúning. Ef maður ákveður að keppa er undirliggjandi að maður reyni meira á sig á æfingum því það er í eðli mannsins að vilja standa sig vel þegar á hólminn er komið.
Keppni fyrir yngri iðkendur
Fyrir iðkendur 6-7 ára er minna æft fyrir keppni. Þessir iðkendur mega taka þátt á Bikarmótum TKÍ og stundum öðrum mótum opnum mótum ef þeir og foreldrar þeirra hafa áhuga.
Í hverju á að keppa?
Í taekwondo eru nokkrar keppnisgreinar. Aðalkeppnisgreinin er taekwondo bardagi. Taekwondo er bardagaíþrótt og viðurkennd sem slík af Alþjóða Ólympíunendinni. Önnur vinsæl keppnisgrein er tækni eða form. Það er einnig mikilvægur þáttur í taekwondo. Taekwondo iðkendur sem ætla sér að vera í taekwondo í lengri tíma eða ná hærri gráðu skulu æfa og keppa í báðum greinum, enda er keppnin prófraun fyrir þá hluti sem iðkendur hafa æft. Ekki ala þá hræðslu að það er lagi að "keppa bara í því sem ég er góður í" eða því sem maður þorir, það heftir vöxt iðkandans gífurlega. Svo eru aðrar greinar sem keppt er í t.d. freestyle form og brot, allt mun auka getu og þroska iðkandans.