Styrkveitingar

Reglur endurskoðaðar og samþykktar þann­­­­­ 04.02.2020.

Endurskoðun á reglunum skal fara fram einu sinni á ári og skal það bókað í fundagerð stjórnar á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar.

Taekwondo deild Keflavíkur styrkir iðkendur til farar á eftirfarandi mót hvort sem um er að ræða sparring eða poomse, enda er um landsliðsverkefni að ræða.

· Norðurlandamót að hámarki kr 30.000.

· Evrópumeistaramót. Öll mót sem kallast evrópumeistaramót. Cadet, junior, senior og veteran að hámarki kr 40.000.

· Heimsmeistaramót. Öll mót sem kallast heimsmeistaramót. Cadet, junior, senior og veteran að hámarki kr 50.000.

· Úrtökur fyrir Ólympíuleika og Youth Olympics að hámarki 35.000 kr.

· Youth Olympics að hámarki 60.000 kr.

· Special Olympics að hámarki 60.000 kr.

· Ólympíuleikar að hámarki 110.000 kr.

Iðkandi þarf að senda skriflega til stjórnar beiðni um styrk á ofangreindmót. Þá þarf TKÍ að tilkynna valið og senda staðfestingu um þátttöku iðkanda. Þegar styrkbeiðni og staðfesting á þátttöku hefur borist skuldbindur stjórn sig til að sækja um styrk til sveitarfélagsins fyrir hönd iðkanda. Beiðni um styrk og staðfesting þátttöku skulu berast áður en iðkandi heldur til keppni.

Styrkur á önnur en ofangreind mót. Iðkandi ber að öllu jöfnu allan kostnað sem hlýst af keppni á öðrum en ofangreindum mótum. Iðkandi getur óskað eftir styrk ef um er að ræða undirbúning fyrir Olympíuleika. Verður þá undirbúningur að spanna hið minnsta 3 ár. Taekwondo deild Keflavíkur og iðkandi gera þá með sér svokallaðan leikmannasamning sem felur í sér að iðkandinn keppi undir merkjum deildarinnar á samningstímanum og sé fyrirmynd annarra utan vallar sem innan.

Kostnaður við þjálfara og eða fararstjórn. Iðkandi sem hyggst sækja mót erlendis þar sem þjálfari og eða fararstjóri er með í för á vegum deildarinnar greiðir kr 10.000 í ferðagjald. Ef fleiri en einn iðkandi úr sömu fjölskyldunni fer í sömu ferðina þá er 50% afsláttur af þjálfarakostnaði á næstu fjölskyldumeðlimi.

Deildin stefnir á að fara tvisvar á ári erlendis á mót þar sem deildin tryggir kostnað við þjálfara að hámarki (150.000 kr) í hvorri ferð, við hvern auka þjálfara bætist við hámark 50.000 kr. Eitt mót sem hentar fyrir alla iðkendur og annað fyrir iðkendur sem lengra eru komnir. Yfirþjálfari skal velja mótin og það er hans að meta hvort að hann þurfi aðstoð annarra þjálfara. Á mót fyrir eldri iðkendur þarf yfirþjálfari að velja slíkt mót með góðum fyrirvara og kynna sem ferð á vegum deildarinnar svo að allir iðkendur hafi möguleika á að fara og þarf minnst tvo iðkendur til að ferðin falli undir kostnaðarþátttöku deildarinnar.

Deildin tryggir eingöngu kostnað þjálfara á þessi tvö mót umfram þjálfarakostnað iðkenda.

Ekki eru veittir styrkir fyrir ferðir sem ekki eru farnar.

Taekwondo kona og maður ársins. styrkur miðast við að æfingagjöld í taekwondo falla niður árið eftir. Ef ekki eru greidd æfingagjöld samkvæmt samkomulagi þá eru ígildi þeirra greidd sem styrkur í æfinga eða keppnisferð.

Svartbeltispróf. Deildin styrkir þá iðkendur sem eru að taka svartbeltispróf um sem svarar 50% af kostnaði við próf á öllum gráðum.