Saga deildarinnar

Saga taekwondo deildar Keflavíkur

 

Upphafið

Æfingar hjá taekwondo deild Keflavíkur hófust í október 2000 þegar Sigursteinn Snorrason og Normandy Del Rosario hófu kennslu í kjallara Sundmiðstöðvarinnar.. Normandy var aðalkennarinn, en hann var búsettur hér og hafði verið nemandi Sigursteins í mörg ár. Sigursteinn kom þó einu sinni í viku að sinna kennslu, en þá var þetta annað félagið hans, hitt var Fjölnir í Reykjavík. Á stofnæfinguna mættu fjöldamargir Fjölnismenn ásamt byrjendum í Keflavík. 2 hópar æfðu hjá Keflavík fyrstu árin, barna og fullorðinshópur. Iðkendatala fyrsta árið var mjög flakkandi, eða á bilinu 20-35. Strangar og góðar æfingar, ásamt góðum efnivið í iðkendum gerði Keflavík snemma að góðu og sterku félagi með þétta keppnisheild. Á fyrsta Íslandsmóti sem Keflvíkingar kepptu á vorið 2001 náðu þeir frábærum árangri og voru í þriðja sæti yfir heildarstig félaga, þrátt fyrir það að vera einungis með byrjendur sem kepptu. 2 náðu Íslandsmeistaratitli og margir í verðlaunasæti.

 

Fyrstu árin

Haustið 2001 færðu Keflvíkingar svo út kvíarnar, þegar þeir sóttu út fyrir landssteina og kepptu á sínu fyrsta móti erlendis. Þeir Helgi Rafn Guðmundsson, Nökkvi Þór Matthíasson og Hergeir Már Rúnarsson fóru ásamt Fjölnismönnum til Írlands og fengu úr býtum tvenn bronsverðlaun fyrir mikla og góða baráttu. Olísmót Fjölnis var haldið haustið 2001 og gengu Keflvíkingum vel þar og áttu 3 gull og enn fleiri verðlaunasæti. Sigurganga Keflvíkinga hélt áfram og náðu margir iðkendur sér í titla á hinum ýmsu mótum. Keppendur frá öllum liðum landsins kepptu á Skottish open mótinu í Skotlandi í febrúar 2002 með frábærum árangri. Sömu keppendur fóru frá Keflavík og á írska mótið haustið áður og Hergeir Már Rúnarsson náði sér í silfurverðlaun. Á Íslandsmóti sama ár gekk Keflvíska liðinu með eindæmum vel og unnu alla flokka sem þeir sendu keppendur í og var í 3. sæti samanlagðrar árangurs á mótinu, sem er stórgott miðað við stærð mótsins og stærð liðsins, og hefði í raun ekki getað verið betra. Minni mót á þessu ári voru Vor-og Haustmót Fjölnis og voru Keflvíkingar þar í fremstu röð. Gunnar Már var valinn maður mótsins á vormótinu fyrri frábæran árangur. Í janúar 2003 keppt Helgi Rafn Guðmundsson á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Þetta var stærsta mót hjá Keflvískum keppenda hingað til. Helgi náði bronsverðlaunum á mótinu. Normandy Del Rosario, þjálfari Keflvíkinga tók svarta beltið vorið 2003 og náði því með miklum sóma. Á Íslandsmótinu þetta ár voru Keflvíkingar fámennri en hin Íslandsmótin. Þeir náðu þó nokkrum Íslandsmeistaratitlum og stóðu sig mjög vel. Haustið 2003 þurfti deildin að flytja aðsetur sitt í Myllubakkaskóla þar sem salurinn þeirra í Sundmiðstöðinni hafði verið seldur til einkaaðila. Vorið 2004 hætti Normandy sem þjálfari Keflavíkur, og Helgi Rafn tók við. Helgi keppti á Norðurlandamótinu þetta árið og náði silfurverðlaunum. Nokkrir Íslandsmeistaratitlar gengu í hönd Keflvíkinga þetta árið eins öll mót áður.

 

Nýjir tímar

 Haustið 2004 Fór Helgi Rafn til Akureyrar og þjálfaði þar. Þorri Birgir Þorsteinsson tók við sem þjálfari Keflavíkur. Þorri, sem er Fjölnismaður, keyrði úr Reykjavík 3. í viku til að þjálfa Keflvíkinga við mikinn fögnuð. Iðkendatalan jókst og allt gekk í haginn. 18. september 2004 varð taekwondo deildin fyrirmyndardeild innan ÍSÍ. Þar með innsiglaði Keflavík sig sem fyrirmyndarfélag, fyrst allra fjölgreinafélaga innan ÍSÍ. Keflvíkingar héldu áfram að láta að sér kveða á mótum innanlands. Mikið af yngri iðkendum voru hjá deildinni, fleiri en nokkru sinni fyrr. Helgi Rafn Guðmundsson tók svarta beltið haustið 2005 eftir strangar æfingar og var í kjölfarið boðið að fara í þriggja mánaða æfingaferð til sterkustu skóla Kóreu. Helgi kom sterkur heim og vann silfur og gull á Íslandsmótinu 2006. Einnig keppti hann á Evrópumótinu sama ár. Jón Steinar Brynjarsson og Brian Johannessen voru nemendur ársins hjá Keflavík og vel að heiðrinum komnir.  Þorri minnkaði við sig kennslu haustið 2006 og Helgi tók við sem yfirkennari. Mikill vöxtur var enn hjá deildinni og náði hámarki þetta haust. Fyrsta mót sem haldið var á Suðurnesjunum, TSH bikarmótið var haldið í Íþróttaakademíunni í febrúar 2007 og var langtum stærsta mót í sögu taekwondo á Íslandi. Einnig voru Keflvíkingar með sögulegt lið á þessu móti, rúmlega 60 keppendur. Í apríl 2007 á TSH bikarmóti var Aron Yngvi Nielsen, keppandi frá Keflavík, krýndur bikarmeistari eftir frábært ár. Á sama móti náðu Keflvíkingar sér í 24 verðalunasæti, þar af 9 gull sem var besti árangur Keflvíkinga hingað til. Kolbrún Guðjónsdóttir stofnaði foreldrafélag Keflavíkur á vorönninni og styrkti þar með enn frekar keflvísku deildina. Fyrsta innanfélagsmót Keflvíkinga var í vor þetta ár, og buðu þeir Grindvíkingum að vera með en þeir fengu taekwondo kennslu haustið 2006. Guðmundur Jón Pálmason var nemandi ársins í Keflavík þetta árið.