Æfingatafla

Æfingatafla 2024-2025

 

Taekwondodeild Keflavíkur er með æfingar í bardagahöllinni að Smiðjuvöllum (þar sem Metabolic og Danskompaní voru áður, gamla Húsasmiðjuhúsið)  Smellið hér til að sjá kort.

 

ATH! Þetta er drög að stundatöflu, gæti breyst á önninni

 

Tímatafla gæti breyst á önninni 

Æfingarnar ásamt öðrum viðburðum eru á dagatali deildarinnar

 

Til útskýringa þá eru hér góð viðmið.
 
6-7 ára er 1-2 bekkur. Æft hefbundið og sport taekwondo með áherslu á leiki, hreyfifærni og grunnatriði í taekwondo. 
 
8-11 ára 3-6 bekkur. Skipt er hópnum upp eftir aldri og getu.
 
Ungl/full er 7/8 bekkur og eldri. Ef iðkendur á þessum aldri vilja frekar æfa með yngri þá er það í góðu lagi. 
 
KidFit - Styrktaræfingar fyrir 6-10 ára
TeenFit - Styrktaræfingar fyrir 11 ára og eldri
 
Keppnishópur - Grænt belti og hærra sem vil ná góðum árangri í keppni.
 
Fitness TKD eru styrktar og brennsluæfingar þar sem notaðar eru bardagatækni, ketilbjöllur, eigin líkamsþyngd og margt slíkt. Mjög skemmtilegar æfingar sem henta m.a. foreldrum.
 
Krílanámskeið  2-5 ára. Foreldrar eru með á æfingum. Námskeiðið er 14 skipti fyrir og 16 skipti eftir áramót (2-3 skipti falla niður á önninni, það verður látið vita á æfingu og á facebook síðu hópsins.
 
Kickbox/MMA - Námskeið í kickboxi. Gamaldags taekwondo var afbrigði af kickboxi.

Svo eru aðrir viðburðir og aukaæfingar auglýstar facebook hóp deildarinnar. 

 

Til að skrá iðkendur og/ eða greiða æfingagjöld, smellið hér

 

Gjöld 

Veturinn er frá síðustu viku í ágúst fram að síðustu viku í maí.

Sumarönn er frá fyrstu vikunnar í júní út júlí en er auglýst og gjaldskráð sérstaklega. 

 

 

 

Fjölskyldu- og systkinafsláttur

Fyrsti skráði iðkandi greiðir alltaf fullt gjald.

Svo eftir það er systkinaafsláttur 7,5 %

 

Við skráningu er boðið upp á greiðslu æfingagjalda með kreditkorti og greiðsluseðlum. Ef æfingagjöld eru ekki greidd fara þeir í innheimtu hjá Motus samkvæmt hefðbundnum leiðum Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags.

Uppsögn

Við afskráningu einstaklinga á námskeiðum eða hópum gildir sú regla að iðkandi telst afskráður úr deildinni þegar tölvupóstur hefur verið sendur á hjordis@keflavik.is þess efnis, fyrir síðasta dag hvers mánaðar.  Uppsagnafrestur er 1 mánuður - Ekki er nóg að hætta að borga æfingagjöld, hvort sem er greiðsluseðla eða með greiðslukorti. 

Reikningsnúmer deildarinnar:
 0121-26-5774  
kt. 501002-2750

Upplýsingar um greiðslur eða æfingagjöld veitir Hjördís - hjordis@keflavik.is 

Aðrar upplýsingar veitir Helgi á póstfangið helgiflex@gmail.com