Skráning

Skila þarf rafrænni skráningu og greiðslu á hverri önn. Smellið hér til að skrá iðkendur

 

Skráning iðkenda

  • Allir iðkendur hjá Taekwondo Keflavík þurfa að vera skráðir og miðast tímabilið við lok 29. ágúst til 26.maí 2023.
  • Forráðamenn skrá sín börn inn í gegnum Sportabler skráningakerfið og þarf að endurnýja skráningu árlega.
  • Skráningar fara fram í gegnum Sportabler sem hægt er að nálgast á heimasíðu Keflavíkur eða á slóðinni Skráning í Taewkondo
  • Foreldrar þurfa að  sækja sér  Sportabler appið.  Ef það koma upp vandræði með skráningu, þá er mikilvægt að hafa samband við þjónustuver Sportabler í gegnum netspjallið.  
  • Hér má sjá leiðbeiningar um hvernig á að nýskrá sig og kaupa námskeið í gegnum Sportabler.

http://help.sportabler.com/is/support/solutions/articles/67000345966-n%C3%BDskr%C3%A1ning-%C3%AD-sportabler

http://help.sportabler.com/is/support/solutions/articles/67000346148-kaupa-aefingagj%C3%B6ld-n%C3%A1mskei%C3%B0-%C3%AD-gegnum-vefverslun

 

Greiðslur

  • Kreditkort - hægt að skipta greiðslum niður á 1 - 9 greiðslur  - 2% færslugjald af heildargjaldi bætist við
  • Greiðsluseðill -skipt niður á 9 greiðslur. Athugið að greiðsluseðlar eru sendir í gegnum Motus og leggst seðilgjald á hvern reikning auk þess sem vextir reiknast á greiðsluseðla séu þeir greiddir eftir gjalddaga.
  • Greiðslur æfingagjalda eru forsenda þess að iðkandi megi taka þátt í æfingum og mótum á vegum Keflavíkur.

Iðkandi hættir:

  • Þegar iðkandi hættir skal senda tilkynningu í tölvupósti á hjordis@keflavik.is þar sem fram kemur nafn og kennitala iðkandans
  •  Æfingagjöld falla niður frá næstu mánaðamótum eftir að forráðamaður hefur tilkynnt með tölvupósti að iðkandi sé hættur. Ekki nóg að láta þjálfara vita.
  • Æfingagjöld fást ekki endurgreidd afturvirkt.

Hvatagreiðslur

  • Hvatagreiðslur Reykjanesbæjar eru rafrænar og hafa forráðamenn sem skrá iðkendur val um að haka við í skráningarferlinu um að nota hvatagreiðsluna til lækkunar æfingargjaldinu.                                                  Það er á ábyrgð forráðamanna að nýta sér hvatagreiðslurnar og mikilvægt að gera það í skráningarferlinu.  Hvatagreiðslur fást ekki endurgreiddar þegar búið er að ráðstafa þeim.
  • Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar   Hvatagreiðslur/Incentive payments | Upplýsingavefur sveitarfélagsins Reykjanesbæjar (reykjanesbaer.is)
  • Hvatagreiðsla fyrir árið 2022 er 45.000 kr og er hægt að nota hana þegar gengið er frá skráningu æfingagjalds til niðurgreiðslu æfingagjalds á árinu.