Stefna deildarinnar

Stefnuyfirlýsing Taekwondo deildar Keflavíkur

 

Markmið Taekwondo deildar Keflavíkur er að búa iðkendum góða aðstöðu til að ná sem bestum árangri.

Í deildinni starfi þjálfarar með menntun, reynslu og hæfni til að takast á við það vandasama verk sem þjálfunin er og geri það af metnaði, aga og virðingu.

Starfshættir deildarinnar byggjast á fagmennsku, gagnkvæmri kurteisi, aga og virðingu fyrir þjálfurum, iðkendum og fjölskyldum þeirra.

Með markvissri faglegri þjálfun er þörfum iðkennda á ólíku getustigi mætt og ætíð stefnt að hámarksárangri óháð aldri, kyni og líkamsástandi.

Þeir sem stefna ekki á keppni eða svart belti fái tækifæri til að stunda Taekwondo við sitt hæfi. Að iðkendur á öllum getustigum njóti þess að æfa bardagalist þar sem lífsstíll, hugsun og sjálfsagi skiptir ekki minna máli en færni í sjálfsvörn, tækni, formum, brotum og bardaga.

Til að tryggja góða starfsemi deildarinnar eru stjórnarfundir með eða án þjálfara haldnir að lágmarki einu sinni í mánuði, til að fara yfir stöðu mála. Þar er farið yfir hvað betur má fara, hvað gengur vel og hvað framundan er á næstunni.

Taekwondo

- ekki einungis bardagi og sjáfsvörn heldur einnig lífsstíll og hugsun