Þjálfarar
Helgi Rafn Guðmundsson
Yfirþjálfari
4. Dan svart belti
helgiflex@gmail.com
s:6906682
Helgi er fyrsti uppkomni svartbeltingur Keflavíkur og er yfirþjálfari hjá deildinni.
Helgi keppti með landsliðinu 2002-2015 og var fyrirliði liðsins á tímabili. Hefur æft með nokkrum sterkustu skólum Kóreu. Helgi er menntaður íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur sótt yfir hundrað námskeið um þjálfun og kennt bardagagaíþróttir víðsvegar um heiminn. Helgi hefur tvívegis verið valinn Taekwondo karl Íslands. Helgi er fyrrum landsliðsþjálfari og verið aðstoðarþjálfari landsliðsins frá árinu 2013.
Daníel Arnar Ragnarsson Viborg
3.dan
Daníel er reynslumikill keppandi en hann hefur m.a. keppt á Evrópumótum og Norðurlandamótum. Hann er margfaldur Íslands og Bikarmeistari og hefur m.a. unnið erlendi móts eins og Scottish og British Autumn Open.
Amir Maron Ninir
1.dan
Amir er er margfaldur Íslands og Bikarmeistari. Amir er Norðurlandameistari og hefur æft með unglingalandsliði Íslands
Ágúst Kristinn Eðvarðsson
3. Dan
Ágúst er einn reynslumesti taekwondo keppandi Íslands. Ágúst hefur fimm sinnum orðið Norðurlandameistari í þremur aldursflokkum. Hann hefur einnig kepp á heimsmeistaramóti í þremur aldursflokkum og unnið titla heima og erlendis.
Jón Ágúst Jónsson
2. Dan
Jón Ágúst er fyrrum landsliðsmaður og einn sterkasti unglingakeppandi landsins um árabil. Hann er margfaldur Íslands og Bikarmeistari og hefur einnig verið á verðlaunapalli á erlendum mótum eins og Norðurlandamóti og Opnu móti í Belgíu.
Karl Dúi Hermannsson
1.Dan
Karl Dúi er með góða keppnisreynslu í Taekwondo. Ötull stuðningasmaður deildarinnar og tekur þátt í öllu því starfi sem er í boði í deildinni.
Karvel Arnarsson
Sér um fitness taekwondo hópinn okkar. Karvel er reyndur taekwondo dómari og með fjölbreytta reynslu úr líkamsræktarheiminum.
Með þjálfarastig 1. Frá ÍSÍ
Með þjálfarastig 1. Frá ÍSÍ
Magnús Máni Guðmundsson
1.dan
Magnús er reyndur keppandi og hefur unnið Íslands og Bikarmót ásamt því að vera á verðlaunapalli á opni móti í Belgíu. Magnús hefur æft með unglingalandsliði Íslands.
Ylfa Rán Erlendsdóttir
Ylfa er fyrrum Íslandsmeistari og landsliðskona í taekwondo. Ylfa þjálfar krílahópinn hjá taekwondo deild Keflavíkur.
Þorsteinn Helgi Atlason
1.dan
Þorsteinn er margfaldur Íslands og Bikarmeistari. Þorsteinn hefur einnig sigrað erlend mót og verið á verðlaunapalli á British Open. Þorsteinn æfir með unglingalandsliði Íslands.
Taekwondo deildin fær einnig til sín gestakennarar reglulega.