Andlegi þátturinn

Andlegi þátturinn

 

Íþróttamenn/bardagamenn þurfa að hafa andlega þáttinn í lagi. Taekwondo er ein vinsælasta bardagalist í heimi. Einnig er taekwondo með eina mestu og erfiðustu samkeppnina, en þeir bestu æfa nánast allan daginn. Til að ná árangri í keppni, eða í daglegu lífi þarf að búa yfir þessum andlegu eiginleikum. Andlegir eiginleikar eru komnir til af uppeldi og umhverfi. Með réttri nálgun ættu allir að búa yfir þessum þáttum að einhverju leyti.

 

Sjálfstraust – Treystu ávallt á sjálfa/n þig. Ekki efast um getu þína. Allir hrasa, en einungis þeir þrautseigju standa alltaf upp aftur.

 

Virðing – Virtu sjálfan þig, fjölskyldu, vini og sérstaklega óvini og andstæðinga.

 

Metnaður – Árangur án metnaðar er enginn árangur. Þú verðu að vilja, þig verður að þyrsta í árangurinn.

 

Sjálfsagi – Skipuleggja, vinna, púla og strita til að ná markmiði þínu. Þú þarft að vinna að öllu því sem mikilvægt er. Ef það er auðvelt, þá er það líklega ekki þess virði.

 

Einbeitning- Alltaf einbeittur, alltaf tilbúinn. Sama hversu erfitt það er, sama hversu langt er eftir, skaltu aldrei missa sjónar á markmiðinu.

 

 

 

Ef það er erfitt þá gerir það þig betri. Ef það er sárt þá gerir það þig sterkari. Ef það er ógnvekjandi þá gerir það þig hugrakkari. Ef það er langt í burtu þá gerir það þig ánægðari. Ef þú forðast það....þá forðastu að vera betri, sterkari, hugrakkari og ánægðari.

  – Helgi Rafn Guðmundsson

 

Vitur maður lærir af mistökum annarra. Vitrari maður lærir af eigin mistökum.

 

Sama hversu slæmt lífið virðist, þá gæti það ALLTAF verið verra.

 

Því lengur sem þú bíður með að gera eitthvað, því lengra er þar til það gerist.

 

Hetja er ekki hugrakkari en venjulegur maður;hetja er bara hugrakkari lengur.

 - Ralph Waldo Emerson

 

Velgengni er hversu hátt þú skoppar upp eftir að þú lendir á botninum.

- General George Patton

 

 

Um leið og þú hugsar: hvað gerist ef ég tapa, þá ertu búin/n að tapa

- George Shultz

 

Maður sem gerði engin mistök prófaði aldrei neitt nýtt

– Albert Einstein

 

Tækifærin margfaldast þegar þau eru gripin

 – Sun Tzu