Keflavík er Íslandsmeistari
Um helgina fór fram Íslandsmótið í taekwondo. Mótið var haldið í Kópavogi. Á mótinu voru margir af besu keppendum landsins og árangur Keflvíkinga var stórgóður.
Keflvíkingar unnu flesta flokka á mótinu og enduðu með besta árangur allra liða á mótinu og því Íslandsmeistarar liða árið 2023. Keflvíkingar voru með mikla sigurgöngu fyrir nokkrum árum en þetta var í fyrsta sinn sem Keflvíkingar vinna Íslandsmótið síðan 2017. Það var mikill baráttuvilji , liðsheild og leikgleði í Keflvíkingum og vel æft lið náði þar frábærum árangri eða samtals 10 gullverðlaun, 6 silfur og 2 brons.
Verðlaunahafar Keflavíkur voru
Andri Sævar Arnarsosn - gull og valinn besti karlkeppandi mótsins
Daníel Arnar Ragnarsson - gull
Þorsteinn Helgi Atlason - gull
Jón Ágúst Jónsson - gull
Klaudia Dobrenko - gull
Ragnar Zihan Liu - gull
Julia Marta Bator - gull
Oliwia Waszkiewicz - gull
Lára Karítas Stefánsdóttir - gull
Marko Orelj - gull
Amir Maron Ninir - silfur
Magnús Máni Guðmundsson - silfur
Anton Vyplel - silfur
Mikael Snær Pétursson - silfur
Ásgrímur Bragi Viðarsson - silfur
Aníta Rán Hertevrvig - silfur
Kacpher Einar Kotowski - brons
Frans Mikael Jensson - brons
Innilega til hamingu
Áfram Keflavík