Iðkendur með verðlaun erlendis
Í þessari viku sóttu 9 Keflvískir Taekwondo keppendur á tvenn mót í Lettlandi. Annars vegar var Evrópumót Smáþjóða þar sem 10 þjóðir höfðu þátttökurétt og tæplega 200 keppendur skráðir til leiks. Eftir langan keppnisdag fengu Amir Maron Ninir og Heiða Dís Helgadóttir gullverðlaun, Þorsteinn Helgi Atlason silfur, Oliwka Waszkiewicz, Julia Marta Bator, Mikael Snær Pétursson, Ragnar Zihan Liu og Fjóla Sif Farestveit með bronsverðlaun.
Tveimur dögum síðar keppti hópurinn á Riga Open sem er alþjóðlegt stigamót þar sem allar þjóðir geta keppt og tæplega 500 keppendur skráðir. Amir Maron vann aftur til gullverðlauna eftir tvo bardaga og stórkostlega frammistöðu gegn Evrópumeistara ungmenna frá því í fyrra. Einnig vann Viktor Berg Stefánsson til bronsverðlauna eftir sterka baráttu þar sem hann vann tvo góða bardaga.
Við erum ótrúlega stolt af þessum frábæra hóp.