Keflvíkingar í Serbíu
Tekið af vf.is
Hópurinn í Serbíu.
Íþróttir | 15. apríl 2013 08:07
Keflvíkingar glæsilegir fulltrúar Íslands
Keflvíkingarnir Karel Bergmann Gunnarsson, Kristmundur Gíslason og Helgi Rafn Guðmundsson tóku allir þátt á sterku takwondomóti í Serbíu um helgina. Þeir kepptu þar fyrir Íslands hönd og stóðu sig allir með prýði. Mótið kallast Millennium Open og var nú haldið í 7. sinn. Aðeins fóru þrír keppendur frá Íslandi á mótið og komu þeir allir frá Keflavík.
Karel reið á vaðið en hann var í feiknisterkum unglingaflokki. Karel er m.a. margfaldur Íslandsmeistari og einn besti unglingakeppandi Íslands. Á þessu móti keppti hann í -63kg flokki unglinga. Hann barðist vel og sótti hart allan tímann en þurfti að láta í minni pokann fyrir sterkum serbneskum keppanda.
Kristmundur keppti næst. Kristmundur er á leiðinni á Evrópumót undir 21. árs sem verður haldið í Moldavíu næstu helgi. Þetta mót var liður í undirbúningi fyrir það mót, en Kristmundur var m.a. valinn taekwondomaður ársins á síðasta