Fréttir

Taekwondo | 15. mars 2013

Nánar um íslandsmót

 

Dagskrá og upplýsingar um helgina, takið vel eftir og lesið þennan póst þar til þið eruð með allt á hreinu!
 
kl 17-18 verður létt æfing og upplýsingar um mótið fyrir alla sem eru að fara að keppa. Kl 18:15 verður lagt af stað í vigtun, sameinumst í bíla. Verið með föt til skiptana og létt nesti. Kannski ætla einhverjir að borða saman eftir vigtunina, gerið ráð fyrir því. Ef einhverjir eru tæpir á vigt verið þá með auka föt til að fara í á æfingunni. Munið að allir keppendur VERÐA að mæta í vigtun, annars munu þeir sjálfkrafa falla úr leik. Það hefur fengist leyfi fyrir ákveðna aðila að vigta sig á laugardagsmorgun kl 8, en ekki seinna en það. Ef einhver mætir ekki í vigtun, mætir of seint eða vigtast ekki rétt miðað við skráningu þá fellur sá keppandi sjálfkrafa úr leik. 
 
Munið að allir keppendur 15 ára og eldri og þeir sem eru að keppa í junior, senior og superir flokkum verða að vera með glæran eða hvítan góm, annars falla þeir sjálfkrafa úr keppni. Ef einhvern vantar góm eða aðrar hlífar þá er hægt að kaupa á morgun milli 18-18:15 áður en við leggjum af stað. Á mótsstað verður hægt að fá lánaðar ristarhlífar með skynjara sem keppendur verða að vera með, einng verður hægt að kaupa þær, mig minnir að þær kosti um 7.000. 

Á tki.is er dagskrá mótsins, en hún er síbreytileg, ekki gera ráð fyrir að hún muni standast alveg eða að hún muni haldast eins og hún er. Verið dugleg að skoða tki síðuna og facebook síðuna hjá Keflavík oft á dag því dagskráin gæti breyst án fyrirvara. Gerið ráð fyrir að vera komin löngu fyrir áætlaða byrjun ykkar bardaga og vera mikið lengur. Núna er gert ráð fyrir að fyrstu bardgar byrji kl 9. Verðlaunaafhendingin verður í lok dags, þá verða krýndir nýjir Íslandsmeistarar 2013 einstaklinga og liða. Keflavík hefur haldið bikarnum góða síðan 2010 og við ætlum okkur auðvitað að koma aftur með hann heim á laugardagskvöldið.
 
Eftir mótið er fyrirhugað að fara út að borða, þeir sem ætla að vera með í því þurfa að svara statustnum um það á facebook í síðasta lagi kl 15 á morgun, það væri gaman ef sem flestir gætu komið með okkur í það.
 
Við þurfum að útvega dómara og aðra starfsmenn á mótið, við erum með stórt lið og þurfum því að útvega marga starfsmenn. Störfin eru allt frá því að vera dómarar og þá fyrir þá sem hafa klárað slíkt námskeið og í það að hjálpa borðdómara að skrifa úrslit á blað, fullt af störfum eru í boði og bið ég því sem flesta til að mæta kl 8 á laugardagsmorguninn þar sem hlutverkum verður deilt út. Við viljum auðvitað hafa eins marga sem eru ekki að keppa eða þjálfa í þessum störfum til að liðinu muni ganga sem best og því er mikilvægt að fá sjálfboðalið t.d. foreldra. ATH að ef við útvegum ekki nægan fjölda starfsmanna mun okkar lið sjálfkrafa falla úr keppni.
 
Okkur vantar einhverja sem geta tekið myndir og video, ég er með vélar til að taka á.
 
Það sem er klárt : 
 
1. Á morgun mæta allir keppendur mótsins kl 17 í Bardagahöllina
2. Allir verða að mæta í vigtun, hún er kl 19:30 í Ármanni annað kvöld
3. Allir skoða tki.is taekwondo deild Keflavíkur á facebook oft og mörgum sinnum, finna sinn bardaga og staðfesta það á laugardagsmorgun
4. Allir rauðbeltingar og hærra ásamt öðrum sem geta hjálpað til við mótið mæta kl 8 á laugardagsmorgun. Komið með svartar buxur, hvíta skyrtu, bindi og tkd skó ef þið eigið 
5. Allir keppendur mæta tímanlega, 1-2 klukkustundum fyrir áætlaðan fyrsta bardaga og gera ráð fyrir löngum degi
6. Allir keppendur eru tilbúnir með hlífar, gallan, beltið nesti, vatnsflösku, kælisprey, góm og keppnisskapið
7. Allir keppendur og aðstandendur sem eiga Keflavíkur/Grindavíkur merktan fatnað koma með 
8. Allir keppendur og aðstandendur sýna öðrum keppendum og starfsmönnum virðingu, verum til fyrirmyndar
9. Notum mótið til að læra og verða betri, sama hver niðurstaðan verður
10. VINNUM ÞETTA SVO!!!

Áfram Keflavík og Grindavík!