Kristmundur í Moldavíu
Kristmundur Gíslason, keppandi Keflavíkur og taekwondo maður ársins 2012 var að keppa á Evrópumóti undir 21 árs í Moldavíu. Kristmundur, sem er 17 ára, keppti í sterkum flokki -87kg. Hann keppti við Jose Rodriques frá Portúgal. Jose sigraði bardagann 15-3. Rasul Taubolatov frá Rússlandi sigraði flokkinn. Kristmundur keppir næst á bikarmótinu í Reykjanesbæ 4-5 maí n.k. og svo á Norðurlandamótinu í Finnlandi 25. maí, en þar verður stórt lið Íslendinga og m.a. 11 keppendur frá Keflavík.