Fréttir

Taekwondo | 25. febrúar 2013

Keflvíkingar unnu Bikarmót 2 á ótrúlegan hátt

16. og 17. febrúar s.l. var haldið Bimarmót TKÍ nr tvö af þremur. Keflvíkingar voru með fremur fámennt lið að þessu sinni, en 2-3 önnur lið voru með mun fleiri keppendur. Keflvíkingarnir stóðu sig þó með prýði og tókst að tryggja sér sigur í mörgum flokkum. Önnur félög komu þó einnig sterk inn og unnu mikið. Þegar úrslitin voru lesin upp kom upp sú ótrúlega staða að Keflavík og Ármann voru jöfn að stigum um félag mótsins með 72 stig. En þess má til gamans geta að á Íslandsmótinu í tækni sem var haldið í nóvember voru þessi tvö félög einnig jöfn að stigum. Keflavík var hinsvegar útnefnt félag mótsins þar sem fleiri gullverðlaun voru unnin af iðkendum Keflavíkur. Það má til gamans geta að þessi árangur er einnig einstaklega góður með tilliti til þess að Keflvíkingar voru með tvöfalt færri keppendur en Ármenningarnir sem eru greinilega að sækja í sig veðrið og koma sterk inn í taekwondoíþróttinni ásamt öðrum félögum.

Heildarúrslit félaga og einstaklinga má sjá á tki.is en helstu úrslit voru

Heildarstigakeppni bikarmóts á sunnudegi (allir keppendur 12 ára og eldri telja)

1. Keflavík 72
2. Ármann 72
3. Selfoss 57

Heildarstig á laugardegi (11 ára og yngri, en telur ekki í heildarárangri)
1. Keflavík 141
2. Afturelding 83
3. Ármann 66

Heildarstig yfir alla helgina (telur ekki í heildarárangri bikarmóts)
1. Keflavík 213
2. Ármann 138
3. Afturelding 111