Fréttir

Taekwondo | 5. september 2006

Vetrarstarf hafið í taekwondo

 

Æfingar eru nú hafnar aftur í Taekwondo eftir sumarfrí. Fyrsta æfingin í öllum flokkum var  í gær (mánudag). Þjálfarar Taekwondodeildarinnar  Þorri og Helgi, sáu til þess að allir kæmu sér í form eftir sumarið. Mörg ný andlit voru á æfingunum, og bjóðum við alla nýliða velkomna. Sérstaklaga var mikil fjölgun í fullorðinsflokki, en sá flokkur samanstendur af einstaklingum frá 13 ára aldri upp í 50 ára, og eru þetta jafnt byrjendur sem lengra komnir. Í vetur verður örlítil breyting í  fullorðinsflokknum þar sem ekki verða æfingar á föstudögum í Myllubakkaskóla heldur verða opnar æfingar á laugardagsmorgnum niðri í Lífsstíl.