Fréttir

Taekwondo | 11. september 2013

Úrtökur fyrir U&E

Ungir og efnilegir í kyorugi (bardaga)
Nú fer vetrarstarfið okkar að hefjast hjá U & E í kyorugi. Þá höldum við æfingabúðir sem eru opnar fyrir þá sem komu á sérstakar úrtökur og stóðu sig vel þar. Úr æfingarbúðunum búum við til hóp af krökkum sem fá mjög öflugar æfingar hjá landsliðsþjálfara Íslands í kyorugi, Meisam Rafiei, ásamt aðstoðarmönnum úr landsliðinu. Þessar æfingar eru til þess gerðar að móta framtíðar afreksfólk í TKD og að sjálfsögðu einnig til þess að hafa gaman af. Hópurinn fær einnig sérstaka boli og bakpoka sem eru sérinnfluttir fyrir liðið.
Úrtökurnar verða blandaðar í þetta skipti s.s minior og cadet og fara fram í æfingasal Ármanns við gervigrasið í Laugardal:
Fyrir minior 8-11 ára og fyrir cadet 12-14 ára, laugardaginn 14.september kl.11-12 
Ef einhver kemst ekki á þessum tímum þá getur viðkomandi haft samband við landsliðsþjálfara eins fljótt og auðið er og mætt á landsliðsæfingu fullorðinslandsliðsins til að Meisam geti hitt hann/hana.
Þátttakendur á úrtökum þurfa að athuga:
Þeir þurfa a.m.k. að hafa staðist próf fyrir grænt belti, 8. gráðu, hafa brennandi áhuga á að æfa TKD, mæta í dobok(taekwondogalla) og með allar hlífar. Hjálmar og brynjur verða þó á staðnum. Iðkendur þurfa ekki að borga fyrir úrtökur eða æfingabúðir hjá U & E hópnum því þetta er verkefni sem að TKÍ stendur fyrir með aðstoð Ármenninga og láni þeirra á aðstöðunni.
Væntanlega verður fyrsta æfingahelgin þá helgina 21-22 september. En það verður auglýst sérstaklega á næstu dögum og vonandi sjáum við ykkur sem flest á úrtökunum.
Hóparnir skiptast svona: 
Krakkar1 - krakkar fæddir 2002-2005.
Krakkar2 - krakkar fæddir 1999-2000-2001.
Til þess að hafa samband við Meisam er e-mail: meisambandari@yahoo.com og GSM: 777-4016. 
Einnig er hægt að hafa samband við Kolbrúnu varðandi upplýsingar, e-mail: kolla@tpostur.is
Bestu kveðjur
Meisam Rafiei