Fréttir

Taekwondo | 27. apríl 2009

Úrslit TSH 3 Selfossi

Keflvíkingar héldu með stórt lið á Selfoss um helgina til að keppa á lokamóti TSH bikarmótaraðarinnar. Á laugardeginum var keppt í barnaflokkum. Voru Keflvíikingar þar í aðalhlutverki eins og venjulega og sópuðu gjörsamlega að sér verðlaunum. Í lok dags voru tveir Keflvíkingar með 2 gull og þurftu að há einvígi um hvor fengi titilinn "Keppandi mótsins", en það voru þau Andri Freyr og Ástrós. Eftir mjög jafnt einvígi fór svo að Andri vann bikarinn góða. Stuttu seinna var tilkynnt hvaða tveir keppendur yrðu barnabikarmeistarar TSH. Bikarmeistari drengja var Antoni Salvador úr Fjölni, en hann er einn af öflugustu keppendum Íslands. Bikarmeistari stúlkna var Ástrós Brynjarsdóttir, en hún er að hampa þessum titli annað árið í röð, enda ótrúlegur keppandi hér á ferð. Einnig var veitt viðurkenning fyrir nemanda ársins hjá SsangYongTaeKwon og hlaut Þröstur Ingi Smárason úr Keflavík þann mikla heiður. Þröstur hefur tekið stakkaskiptum síðasta árið og er í dag kominn í fremstu röð keppenda í -12 ára aldursflokki. Hann er ótrúlega duglegur og gerir alltaf sitt allra besta, enda sést það á árangrinum sem hann er að ná á mótum og víðar.

Á sunnudeginum var fullorðinskeppnin. Þar var einnig hart barist og mikið um spennandi viðureignir og góða tækni. Í lok dags var svo veitt viðurkenning fyrir kennarar ársins hjá SsangYongTaeKwon, en það var Jón Levy Guðmundsson sem hlaut þá viðurkenningu. Jón Levy hefur verið mjög iðinn við útbreiðslu og kennslu taekwondo í Mexikó á munaðarleysingjahæli þar sem hann vann sem sjálfboðaliði á árunum 2004-2009.Hann hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu íþróttarinnar og er mikil fyrirmynd iðkenda og kennara á Íslandi. Í dag kennir Jón Levy í Aftureldingu. Keppandi fullorðinsmótsins var Antje Muller, en hún var með 2 gull eftir frábært mót. Þá voru bikarmeistar karla og kvenna tilkynnt. Bikarmeistari kvenna er Ingibjör Erla Grétarsdóttir, Fjölni, en hún var með fullt hús stiga í valinu. Ingibjörg hefur borið höfuð og herðar keppninar í kvennaflokki og unnið öll bikarmótin á tímabilinu. Bikarmeistari karla er yfirþjálfari Keflvíkingar, Helgi Rafn Guðmundsson. Helgi hefur tekið þátt í öllum mótunum á tímabilinu og sankað að sér stigum. Þá var eftir að veita verðlaun fyrir TSH Bikarmeistara félaga, en þá keppni vann Keflavík, annað árið í röð, með miklum yfirburðum. Keflavík hefur náð langbestum árangri á öllum bikarmótunum á þessu ári sem og því seinasta og er því vel að titlinum komin.

Til hamingju Keflavík!

Úrslit 3. móts TSH-bikarmótaraðarinnar og Barnabikars TSH 2008-2009.

Poomsae
Börn 12 ára og yngri

10-9 geup
1. Andri Freyr Baldvinsson - Keflavík
2. Ísak Máni Stefánsson - Selfoss
3. Karen Lind Ingólfsdóttir - Fjölnir

8-7 geup
1. Svanur Þór Mikaelsson - Keflavík
2. Victoría Ósk Anítudóttir - Keflavík
3. Ægir Jónas Jensson - Þór

6-5 geup
1. Ástrós Brynjarsdóttir - Keflavík
2. Þröstur Ingi Smárason - Keflavík
3. Marel Sólimann Arnarsson - Keflavík

4+ geup
1. Jón Axel Jónsson - Björk
2. Antonio Kristófer salvador - Fjölnir
3. Kristófer Alex Guðmundsson - Þór

Minior/Junior 13-17 ára

Lægri belti
1. Helga Rún Bjarkadóttir - Fjölnir
2. Ylfa Rán Erlendsdóttir - Grindavík
3. Ösp Vilberg Baldursdóttir - Selfoss

Hærri belti
1. ingibjörg erla gretarsdottir - Fjölnir
2. Sveinborg Katla Daníelsdóttir - Þór
3. Ævar Þór Gunnlaugsson - Keflavík

Senior 18 ára og eldri

Lægri belti
1. Antje Muller - Keflavík
2. Kolbrún Guðjónsdóttir - Keflavík
3. Heiðrún Pálsdóttir - Keflavík

Hærri belti
1. Helgi Rafn Guðmundsson - Keflavík
2. Haukur Fannar Möller - Þór
3. Björn Heiðar Rúnarsson - Þór

Kyorugi

Börn 12 ára og yngri

Lægri belti
-28 kg
1. Marel Sólimann Arnarsson - Keflavík
2. Davíð Arnar Pétursson - Selfoss
3-4. Gunnar Snorri Svanþórsson - Fjölnir
3-4. Ágúst Kristinn Eðvarðsson - Keflavík

-32 kg
1. Andri Freyr Baldvinsson - Keflavík
2. Hlynur Ívar Hauksson - Þór
3-4. Skúli Darri Skúlason - Selfoss
3-4. Elvar Þór Ómarsson - Keflavík

-35 kg
1. Þröstur Ingi Smárason - keflavík
2. Eyþór Ólafsson - Selfoss
3-4. Ægir Jónas Jensson - þór
3-4. Björgvin Bjarki Arnarsson - Selfoss

-38 kg
1. Ástrós Brynjarsdóttir - Keflavík
2. Gísli Þráinn Þorsteinsson - Grindavík
3-4. ísak Máni Stefánsson -
3-4. Grétar Ingi Guðjónsson - Keflavík

-43 kg
1. Arnar Eldon - Björk
2. Nikulás Tumi Hlynsson - HK
3-4. Karel Bergman Gunnarsson - Keflavík
3-4. Dagný María Pétursdóttir - Selfoss

-48 kg
1. Viktor Ágústsson - Afturelding
2. Geir Gunnar Geirsson - Afturelding
3-4. edda anika einarsdottir - Fjölnir
3-4. Axel Dagur Björnsson - Þór

-58 kg
1. Eyþór Ólafsson - Keflavík
2. Karen Lind Ingólfsdóttir - Fjölnir
3-4. Árni Vigfús Karlsson - Keflavík
3-4. Einar Ingi Kristmundsson - Keflavík

-70 kg
1. Valtýr Kári Daníelsson - Þór
2. Guðmundur Sverrisson - Þór
3-4. Róbert Nökkvi Egilsson - Þór
3-4. Ester Inga Sigurbjörnsdóttir - Keflavík

Hærri belti
1. Antonio Kristófer Salvador - Fjölnir
2. Óðinn Már Ingason - Keflavík
3-4. Flemming Jón Hólm - Afturelding
3-4. Kristófer Alex Guðmundsson - Þór

Minior 13-14 ára

Karlar há belti -45 kg
1. Gísli Gylfason - Afturelding
2. Ivar Snær Halldórsson - Keflavík

Karlar há belti -55 kg
1. Ævar Þór Gunnlaugsson - Keflavík
2. Arnór Freyr Grétarsson - Keflavík
3-4. Jón Steinar Brynjarsson - Keflavík
3-4. Jóhann Örn Finnsson - Fjölnir

Karlar -75 kg
1. Kristmundur Gíslason - Keflavík
2. Rúnar Þór Sigurðarsson - Keflavík
3-4. Alexander Freyr Sveinsson - Ármann
3-4. Aron Yngvi Nielsen - Keflavík

Konur -55 kg
1. Sveinborg Katla Daníelsdóttir - Þór
2. Edda Ágústsdóttir - Björk
3-4. Ylfa Rán Erlendsdóttir - Grindavík
3-4. Álfheiður Kristín Harðardóttir - HK

Junior 15-17 ára

Konur lág belti
1. Fjóla Björg Heiðarsdóttir - Þór
2. Lilja Karen Stefánsdóttir - Þór

Konur há belti
1. Ingibjörg Erla Grétarsdóttir - Fjölnir
2. Elín Linnea Ólafsdóttir - Selfoss

Karlar há belti -60 kg
1. Vladimir Rodriguez Cedillo - Fjölnir
2. Roberto Andrés Pardo - Fjölnir

Karlar há belti -70 kg
1. Arnar Bjarnason - Selfoss
2. Brynjólfur Ingvarsson - Selfoss

Senior 18 ára og eldri
Konur -72 kg
1. Anna Jónsdóttir - Björk
2. Herdís Sif Ásmundsdóttir - Selfoss
3. Heiðrún Pálsdóttir - Keflavík

Konur -85 kg
1. Antje Muller - Keflavík
2. Bjarnheiður Ástgeirsdóttir - Selfoss
3. Dýrleif Rúnarsdóttir - Keflavík

Karlar lág belti -75
1. Danni Sigurgeirsson - Björk
2. Gunnar Ingi Stefánsson - Þór

Karlar lág belti +75
1. Guðjón Eyjólfur Ólafsson Selfoss
2. Pétur Már Jensson Selfoss
3. Gísli Jóhannes Guðmundsson Selfoss

Karlar há belti
1. Björn Þorleifsson Björk
2 Gauti Már Guðnason Björk
3-4. Helgi Rafn Guðmundsson Keflavík
3-4. Normandy Del Rosario Björk

Superior Karlar
1. Örn Garðarsson Keflavík
2. Daniel Fonseca Fortes Selfoss
3-4. Ragnar Pálsson - Selfoss
3-4. Þórmundur Sigurðsson - Selfoss

Bikarmeistarar barna
Antonio Kristofer Salvador - Fjölnir
Ástrós Brynjarsdóttir - Keflavík

Bikarmeistarar Senior
Ingibjörg Grétarsdóttir - Fjölnir
Helgi Rafn Guðmundsson - Keflavík

Bikarmeistarar félaga
Keflavík

Keppandi mótsins Börn
Andri Freyr Baldvinsson - Keflavík

Keppandi mótsins Senior
Antje Muller - Keflavík

Fengið af
www.taekwondo.is