Upplýsingar um TSH mótið
TSH mótið verður haldið í A.T. Mahan skólabyggingunni að Ásbrú um helgina 13.-14. febrúar. Byggingin er á móti íþróttahúsinu í Ásbrú, þar sem Taekwondo deild Keflavíkur hefur aðstöðu sína.
Dagskrá mótsins hefur verið birt í eldri fréttum deildarinnar og á heimasíðu TKÍ www.taekwondo.is
Gisting er í boði á tveimur stöðum á vegum deildarinnar. Hópagisting er í boði á Hótel Keflavík. Miðað er við 5 manns í herbergi, þar af einn ábyrgðarmaður. Gistingin kostar kr. 2.000,- nóttin og er mogunmatur innifalinn. Gistingin á Hótel Keflavík bókast hjá Kollu í síma 898-9114. Gisting er einnig í boði í A.T. Mahan skólabyggingunni og kostar kr.500,- nóttin. Skylda er að forráðamaður sé með í för. Gistingin í skólanum bókast hjá Rut í síma 869-6169.
Matarsala verður á staðnum sem starfrækt verður af foreldrafélagi Taekwondo deildar Keflavíkur. Til sölu verða máltíðir, samlokur, drykkir o.fl. Einnig verða seldir gallar og hlífar á staðnum. Deildin hefur fengið styrki frá eftirfarandi aðilum í tengslum við matasöslu mótsins: Matarlyst, Kaffitár, Nettó og Sigurjónsbakarí.
Keppendur eru minntir á að sýna góða hegðun og framkoma á mótsstað sem og í gistirýmum. Á mótsstað verður starfslið úr röðum foreldrafélags og stjórnar deildarinnar sem getur leiðbeint fólki og svarað spurningum.