Fréttir

Taekwondo | 23. ágúst 2007

Upplýsingar um komandi ár

Nú eru æfingar að fara að hefjast aftur. Fyrsta æfing vetrarins verður 3. september. Allar æfingar verða í Íþróttaakademíunni, Menntavegi, gegnt Reykjaneshöllinni. Innritun fyrir nýja og gamla iðkendur verður í K-húsinu við Hringbraut föstudaginn 24 ágúst kl 17:00-19:00 og laugardaginn 25 ágúst frá 12:00-13:00. Æfingagjöld skulu greidd við innritun. Nýjir iðkendur fá fría viku til að prófa. Nánari upplýsingar um æfingagjöld og tímatöflu fást hér.

Nýjir iðkendur eru velkomnir. Þó verður aðeins tekið við nýjum iðkendum á haustönn út september. Því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst. Næst verður tekið við nýjum iðkendum í janúar. Allir nýjir iðkendur fá DVD disk og bók og allir iðkendur fá taekwondo bol eftir að æfingagjöld hafa verið greidd.

Breyting verður á hópaskiptan vegna aukningu iðkenda. Rut Sigurðardóttir 1.dan mun taka við kennslu hjá tveimur hópum þetta árið. Einnig mun Helgi Rafn Guðmundsson enn gegna starfi yfirkennara og kenna sínum hópum. Nánari upplýsingar má fá um kennara deildarinnar hér.

Allar nánari upplýsingar má fá hér á síðunni eða hjá yfirkennara.

Helgi Rafn Guðmundsson 1. dan svart belti
helgiflex@gmail.com
s:6906682