Fréttir

Taekwondo | 10. mars 2010

Umslög og límmiðar

Kæru iðkendur og foreldrar!

Nú er aftur komið að því að líma á umslög og setja í afsláttarmiða eins og við höfum gert síðustu ár. 
Fyrir þá sem að ekki hafa tekið þátt áður þá hittumst við foreldrar ásamt börnum okkar og límum á umslög heimilisföng og setjum í aflsáttar miða.  Í staðinn fær taekwondo deildinn eða foreldrarfélagið styrk sem mun nýtast í þágu barnanna okkar.

Að þessu sinni ætlum við að hittast í
K-húsinu á Hringbraut 108 við fótboltavöllinn.
 kl.11:00 á laugardagsmorgun 13. mars.

Í boði verða vöfflur með rjóma og heitt kaffi og djús fyrir börnin.

Vonum að flestir sjái sér fært að mæta til að hjálpa til.


Með bestu kveðjum,
Foreldrafélag Taekwondodeildar Keflavíkur