Fréttir

Taekwondo | 27. janúar 2007

TSH taekwondo mót

Stærsta taekwondo mót Íslandssögunnar var haldið í Íþróttaakademíunni um helgina. Keppt var á glænýjum taekwondo dýnum sem taekwondo deild Keflavíkur fékk í vikunni.
200 keppendur mættu til leiks en það er tvöfalt aðsóknarmet.Mótið, sem styrkt er af Trésmiðju Snorra Hjaltasonar er annað af þremur bikarmótum, en það þriðja verður haldið í apríl.

Keflvíkingar tefldu fram sterku 60 manna liði og röðuðu inn verðlaunum. Einnig áttu Keflvíkingar mann mótsins, Aron Yngva Nielsen sem átti mjög gott mót. Aron er á góðri leið með að
verða bikarmeistari þar sem hann var einnig stigahæstur á síðasta móti. Bikarmeistari verður krýndur á næsta móti og mun sá keppandi sem hlýtur flest stig samanlagt verða krýndur bikarmeistari þetta árið.

Auk heimamanna kepptu Grindvíkingar á sínu fyrsta móti með stórgóðum árangri. Þór á Akureyri, Fjölnir, Afturelding, Stjarnan, HK, Selfoss, KR og Bjarkingar voru allir með sterk lið
á mótinu. Mótið gekk hratt fyrir sig vegna góðrar samvinnu dómara, keppenda og foreldra, og í raun ótrúlegt hve hratt og smurt þetta gekk fyrir sig þrátt fyrir gífurlegan fjölda.

Taekwondo deild Keflavíkur vill bera þakkir til Trésmiðju Snorra Hjaltasonar, Reykjanesbæjar og Íþróttaakademíunnar vegna styrkveitingar fyrir taekwondo dýnum sem keyptar voru fyrir félagið.

Aron Yngvi með verðlaunin sín ásamt Sigursteini Snorrasyni, meistara og Helga Rafni Guðmundssyni, yfirkennara Keflavíkur.