Fréttir

Taekwondo | 9. febrúar 2010

TSH mót um helgina

Annað mót bikarmótaraðarinnar 2009-2010 verður haldið helgina 13. – 14.febrúar 2010.

Mótið er haldið í Íþróttahúsinu við Ásbrú, gömlu Vallarheiði. Húsið opnar kl. 8:30 báða dagana og hefst keppni kl. 10.00. Keppt verður í fullorðins- og barnaflokkum í kyorugi og poomsae.

Skráning fer fram á mótstað og hjá þjálfurum deildarinnar.

Laugardagur - Barnabikar

Að þessu sinni verður tekið upp nýtt mótsfyrirkomulag og keppendum verður skipt upp í flokka á mótsstað eftir hæð og þyngd. Reynt verður að halda fjórum keppendum í hverjum keppnisflokk. Flokkarnir fara svo saman á keppnisgólf þar sem þeir keppa í púmse og svo strax í sparring. Keppt er í 2x1 mínútna bardaga með 15 sekúndur á milli lota. Þau sem tapa sínum bardaga keppa um 3. og 4. sæti og þau sem vinna sinn bardaga hvíla í einn bardaga áður en þau fara í úrslitin. Þaðan fer hópurinn beint í verðlaunaafhendingu.

Barnaflokkur er fyrir keppendur 12. ára og yngri. Aldur miðast við mótsdag.

Notast verður við rafrænt stigakerfi í bæði Poomsae og Kyorugi.

Flokkaskiptingin er eftirfarandi í Poomsae og Kyorugi:
1. flokkur: 10.-9. geup
2. flokkur: 8.-7. geup
3. flokkur: 6.-5. geup
4. flokkur: 4. geup og yfir

Flokkaskipting hefst klukkan 9:00 og lýkur 9.30. Ekki verður hægt að taka þátt í mótinu eftir að flokkaskipting hefst. Keppendum er ráðlagt að mæta í síðasta lagi 8:45.
Börn munu keppa 2x1 mínútna bardaga með 15 sekúndna hvíld á milli lota. Kyorugi keppnin er útsláttarkeppni (Þrír keppendur -> Round Robin).

Veitt verða verðlaun fyrir keppanda mótsins, en það er sá sem sýnir fram á bestan árangur í kyorugi og poomsae.

Sunnudagur - Bikarmót

Á sunnudeginum verður byrjað á keppni í unglinga og fullorðinsflokkum í poomsae og er flokkaskipting eftirfarandi:

1. flokkur: 10.-8.geup
2. flokkur: 7-5. geup
3. flokkur: 4. geup og yfir
Mótstjórn áskilur sér þann rétt að breyta flokkaskipan ef ástæða þykir til. Þær breytingar eru þá gerðar í samráði við keppendur og þjálfara þeirra sem lenda utan síns beltaflokks.

Þeir keppendur sem ná fimm hæstu einkunnum í hverjum flokki komast áfram í úrslit.

Að lokinni Poomsae keppni hefst Kyorugi hluti mótsins.

Fullorðnir keppa 2x2 mínútna bardaga með 30 sekúndna hvíld á milli lota. Kyorugi keppnin er útsláttarkeppni. Rafrænar brynjur verða að einhverju leiti notaðar við dómgæslu í sumum flokkum og ræðst það á keppnisstað.

Að lokinni keppni í kyorugi verður svo verðlaunafhending í fullorðinsflokkum. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hverjum flokk. Þá verða einnig veitt verðlaun fyrir keppanda mótsins, en það er sá keppandi sem sýnir fram á bestan árangur í kyorugi og poomsae.

Þátttökugjald er 3000 kr. fyrir eina eða tvær greinar.

Keppendum í kyorugi er skylt að vera með þann öryggisbúnað sem tilgreindur er í keppnisreglum en ristarhlífar verða einnig leyfðar í barnaflokkum.

Greiðsla fer fram hjá þjálfurum síns félags. Þjálfarar eru beðnir að senda inn áætlaðan fjölda keppanda frá sínu félagi í síðasta lagi miðvikudaginn 10.febrúar. Félög greiða keppnisgjöld sinna keppenda á mótsstað.

Dómaraskipulag verður með sama hætti og á síðasta móti. Félög manna sín sæti báða dagana. Þjálfarar eru beðnir um að senda tölvupóst á bikarmot@sytk.org ef þeir senda ekki keppendur á mótið svo hægt sé að úthluta sætinu til annars félags.

Hægt er að nálgast dómaraskipulagið á heimasíðu TKÍ www.taekwondo.is