Fréttir

Taekwondo | 16. janúar 2008

TSH II á Selfossi

TSH mót II á Selfossi 2 – 3 feb

 

Annað mót TSH bikarmótaraðarinnar 2007-2008 verður haldið helgina 2.-3. febrúar. Mótið er haldið í íþróttahúsi Fjölbrautarskóla Suðurlands, Tryggvagötu 25, Selfossi. Húsið opnar kl 9.00, mótið hefst kl. 10.00 báða dagana. Keppt verður í fullorðins- og barnaflokkum í kyorugi, poomsae og þrautabraut.

Keppt verður báða daganna. Kyorugi (bardag) á laugardegi. Poomsae(form) og þrautabraut á sunnudegi. Nánari upplýsingar um mótið sjálft má fá á

www.taekwondo.is eða

www.ssangyongtaekwon.com       allir keppendur skulu skoða upplýsingarnar þar.

 

Á síðustu 3 mótum hefur Keflavík átt bestan samanlagðan árangur og fjöldan allan af verðlaunum. Á þessu móti verður engin breyting og við ætlum að fjölmenna og standa okkur vel. Margir eru að fara að keppa á sínu fyrsta móti og þar er skemmtilegt og spennandi. Gisting verður á staðnum fyrir þá sem vilja.

 

Munið að skrá ykkur sem fyrst til að eiga rétt á að keppa. Þeir sem skrá sig of seint FÁ EKKI að keppa. Tekið verður við skráningum til miðvikudagsins 23. janúar. Skráningarblöð fást hjá kennara.

 

Á síðasta móti rökuðu Keflvíkingar að sér verðlaunum og áttu mann mótsins.