Fréttir

Taekwondo | 16. janúar 2009

TSH 2 í Reykjanesbæ

TSH bikarmót 2 og Barnabikar TSH verður haldið helgina 31jan-1 feb næstkomandi. Mótið verður haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut, Reykjanesbæ.

Keppnisgreinar eru poomsae (form) og kyorugi (bardagi)

12 ára og yngri keppa á laugardeginum. Keppni hefst kl 10:00 á formum. Húsið opnar 09:00 Þeir sem keppa í bardaga þurfa að skrá sig og staðfesta þyngd, það byrjar kl 09:30

13 ára og eldri keppa á sunnudeginum. Keppni hefst kl 09:00 á formum. Húsið opnar 08:00 Þeir sem keppa í bardaga þurfa að skrá sig og staðfesta þyngd, það byrjar kl 08: 30

Ath 10. gráða (gul rönd)  er lágmarksgráða til að mega keppa.

Skráningarmiði fæst hjá kennara. Skila þarf miðanum útfylltum ásamt keppnisgjaldi, 3000 kr. Skila þarf skráningum á miðvikudaginn 21. janúar.

Skrá þarf starfsmenn og dómara á mótið. Starfsmenn þurfa ekki að hafa reynslu í taekwondo en þurfa að vera 16 ára eða eldri. Dómarar þurfa að hafa bakrunn í keppni og dómgæslu. Dómarar þurfa helst að vera með rautt belti eða hærra og 16 ára eða eldri. Ef ekki fæst nægur fjöldi dómara og starfsmanna munu keppnisgjöld hækka um 1.000 kr á iðkanda. Skráningar dómara og starfsmanna berist til kennara eða á helgiflex@gmail.com

Nánari upplýsingar um mótið má fá á www.taekwondo.is