TKÍ æfingahelgi 20.-21.feb
TKÍ stendur fyrir æfingabúðum fyrir Unga & Efnilega (U&E) og 2016-2020 Olimpíuhópinn nk. helgi í Combat Gym, Ármúla 1 Rvk. Vegna fjölda áskoranna verða einnig æfingabúðir fyrir Gamla & Góða (G&G) þar sem farið verður í grunntækni, þrekæfingar, sjálfsvörn og höggtækni ásamt öðru. Þær æfingar verða opnar öllum eldri en 25 ára en U&E eru fyrir þá sem hafa unnið sér inn þátttökurétt í hópnum.Kennarar verða ekki af verri endanum, margir af allra bestu keppendum og þjálfurum Íslands í mörgum greinum bardaga:
Sigursteinn Snorrason 5. dan Taekwondo, B. ed íþróttakennari, landsliðsþjálfari TKÍ
Arnar Freyr Vigfússon, brúnt belti í Brazilian Jiu Jitsu og einn allra besti BJJ þjálfari og keppandi landsins
Björn Þ. Þorleifsson, 2. dan Taekwondo og besti keppnismaður Íslands síðastliðin 15 ár
Árni “Úr Járni” Ísaksson, atvinnumaður í MMA, Íslandsmeistari í boxi, ósigraður í Muay Thai og einn allra fremsti bardagamaður Íslands og þótt víðar væri leitað.
Írunn Ketilsdóttir, 3. dan Taekwondo, einn allra besti keppandi landsins í formi síðastliðin ár
Dagskrá:
Laugardagur 20. febrúar
Tími U&E G&G
11.00-12.30 spörk, Björn grunntækni, Sigursteinn
13.00-14.00 brynjur, Sigursteinn grunntækni & form, Írunn
16.00-17.00 sparring, Sigursteinn grunnsparring, Björn
Sunnudagur 21. febrúar
Tími U&E G&G
11.00-12.30 þrek, Sigursteinn þrek, Árni
13.00-14.00 brynjur, Sigursteinn sjálfsvarnartækni, Arnar Freyr
16.00-17.00 sparring, Sigursteinn höggtækni, Árni
verð 3.500kr fyrir G&G, U&E æfir í boði TKÍ. Skráning og upplýsingar í spark@internet.is