Fréttir

Taekwondo | 21. mars 2009

Þjálfurum Taekwondodeildar veitt viðurkenning.

Stjórn Taekwondodeildar Keflavíkur ákvað að veita kennurum deildarinnar viðurkenningu og styrk fyrir frábæra frammistöðu á síðast liðnum misserum.

Helgi Rafn Guðmundsson yfirkennari var valin af ÍSÍ taekwondomaður ársins 2008. Þetta er enn ein skraurtfjöðrin á ferli þessa frábæra íþróttamanns, sem einnig hefur verið fyrirliði landsliðs Íslands og einn af okkar helstu keppendum bæði hérlendis sem og erlendis.

Helgi hefur verið meðal fremstu keppenda Íslands í karlaflokki undanfarin ár og á að baki glæstan feril.

Rut Sigurðardóttir varð Norðurlandameistari 2009 á Norðurlandamóti sem haldið var hér á landi í janúar s.l.

Rut á eins og Helgi glæstan feril að baki,  hefur meðal annars hampað Norðurlandameistar tittlinum í tvígang, ásamt því að taka fjölda annara titla bæði hér heima sem og erlendis.

Rut er farsælasti kvennakeppandi Íslands í taekwondo.

Með þessari viðurkenningu vildi stjórn Taekwondodeildar Keflavíkur sýna þeim þakklætisvott fyrir frábæra frammistöðu og þann einstaka árangur sem þau hafa náð með deildina.

 

Með kærri þökk

Stjórn Taekwondo

 

 

 

Hönnuður platta Hilmar Guðsteinsson.