Fréttir

Taekwondo | 8. febrúar 2010

Taekwondomaður Reykjanesbæjar 2009

Antje Muller var kjörinn Taekwondomaður Reykjanesbæjar fyrir árið 2009 af Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, en hún hefur verið einn virkasti og öflugasti keppnismaður taekwondo deildarinnar síðustu ár. Hún hefur meðal annars keppt á nær öllum innlendum mótum frá því hún hóf æfingar með félaginu.
Antje er gríðarlega góð keppnismanneskja og er auk þess mjög öflug í starfi deildarinnar, en hún er meðal annars þjálfari og stjórnarmaður.
Helsti keppnisárangur Antje á árinu:
2. sæti í einstaklingskeppni á Íslandsmótinu í formum.
1. sæti í hópakeppni á Íslandsmótinu í formum.
3. sæti í parakeppni á Íslandsmótinu í formum.
1. sæti á Íslandsmótinu í bardaga ,var einnig valin keppandi mótsins í fullorðinsflokk.
1. sæti í formum á TSH bikarmóti 2
1. sæti í bardaga á TSH bikarmóti 2, einnig valin keppandi mótsins í fullorðinsflokk.
2. sæti í bardaga á TSH bikarmóti 3.