Fréttir

Taekwondo | 9. júlí 2010

taekwondo útilega 16-18 júlí

Taekwondo útilegan 16-18 júlí

 

Þá er komið að því að blása til fyrstu Taekwondo-útilegunnar

Útilegan verður að Brautarholti á Skeiðum, á tjaldstæðinu þar.

Fyrir þá sem ekki vita hvar Brautarholt er þá stendur það við veginn upp að Flúðum.

Þar er fyrirtaks aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi og húsbíla eins og hentar hverjum og einum.

Útilegan er hugsuð fyrir iðkendur og fjölskyldur þeirra og vini.

 

Farið verður í leiki mað krökkunum og haldin keppni milli fullorðinna og barna í hinum ýmsu greinum s.s. pokahlaupi …

 

Á staðnum er íþróttahús sem við höfum til afnota og við munum vera með æfingar fyrir ALLA jafnt iðkendur sem og fjölskyldur þeirra.

Einnig er fín sundlaug á staðnum.

Fyrsta æfingin verður á föstudagskvöldinu um kl. 21 þegar allir eru komnir.Þar verður mikið sprellað og eitthvað við allra hæfi.

 

Á laugardeginum munum við verða með 2 æfingar. Sú fyrri  klukkan 11,00 – 12,00 og sú síðari kl. 15,00 sem verður opin fyrir alla sveitunga og nærsveitamenn sem og ferðafólk. Sú æfing er hugsuð fyrst og fremst sem kynning á Taekwondo.

Á sunnudeginum verður æfing kl. 13,00

Eftir æfingarnar á laugardeginum munum við fara í leiki með börnunum og keppa við þau í m.a. reiptogi , pokahlaupi og ýmsu fleiru.   Ef fólk hefur fleiri leiki eða sprell þá endilega láta okkur vita J

Þeir sem eiga hljóðfæri og kunna að spila á þau endilega koma með þau með sér.

 

Verð fyrir herlegheitin eru 3,000 fyrir tjaldstæði og 1,000 kr pr mann ( fyrir leigu á íþróttahúsinu) þó aldrei meira en kr 5000 í heildina

Pr.  fjölskyldu.

 

Gott væri ef fólk léti okkur vita hversu margir ætla að mæta. Mæting á tjaldstæðið á föstudeginum er frá kl. 12,00 eins og hverjum og einum hentar.

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest og látum þetta verða upphafið að árlegum Taekwondo-útilegum.

 

Allar nánari upplýsingar gefa:  Pétur í síma 861-9010 peturmj@internet.is  og Heiða í síma 896-8440 heidaast@internet.is