Fréttir

Taekwondo | 21. október 2007

Taekwondo lyklakippur fyrir keppnislið

7 keppendur úr keppnishópnum eru að fara að keppa á Scandinavian Open mótinu í Danmörku 10. nóvember næstkomandi. Kolbrún Guðjónsdóttir, iðkandi og stofnandi foreldrafélagsins, tók sér til og útbjó flottar taekwondo lyklakippur úr tkd beltum. Þessar lyklakippur eru nú til sölu og mun ágóðinn af þeim renna til keppnishópsins. Kippurnar kosta 1.000 krónur og er hægt að nálgast þær hjá Kolbrúnu fyrir æfingar. Kippurnar eru til í takmörkuðu upplagi og því er um að gera að vera snemma að næla sér í.

Styrktaraðilar að lyklakippunum voru eftirfarandi : Master Sigursteinn , Álnarbæ Keflavík, Merkiprent Keflavík, Seglás Keflavík og Byko Keflavík. Kunnum við þeim mikla þökk fyrir stuðninginn.

Keppendur Keflavíkur á mótinu eru: Jón Steinar, Ævar þór, Arnór Freyr, Kristmundur, Óðin Már, Aron Yngvi, Sigfús Hlíðar og Helgi Rafn . Á síðasta ári voru um 400 keppendur á mótinu og er það með mest aðsóttu mótunum á Norðurlöndunum. Keppnishópurinn æfir stíft fyrir mótið undir handleiðslu Helga Rafns, yfirkennara Keflavíkur, en hann fer einnig með sem keppandi.