Svartbeltispróf
Síðastliðinn laugardag (22. sept) þreyttu þrír nemendur og kennarar Ssangyongtaekwon próf fyrir 2. gráðu svörtu belti. Það voru þeir Arnar Bragason, Fjölni, Pétur Rafn Bryde, Fjölni og Helgi Rafn Guðmundsson, Keflavík. Arnar og Helgi tóku 2. dan, en Pétur 2. poom, þar sem hann er ekki ennþá orðinn 16 ára. Pétur var þar með fyrsti Íslendingurinn til að taka 2. poom, en það er svartbeltisgráða barna. Prófið tók rúma 3 tíma og var mjög skrautlegt og erfitt. Allir stóðu þeir sig vel og náðu prófinu.