Sumarnámskeið og sumarönn
Sumarnámskeið
14.-29. júní verður haldið sumarnámskeið í taekwondo þar sem boðið verður upp á daglegar æfingar í tvo og hálfan tíma á dag í sambland við leiki og fjör.
Í lok sumarnámskeiðsins verður haldið beltapróf og farið í bío. Sumarnámskeiðið kostar 12.000 kr og innifalið í því eru æfingarnar, beltapróf, sundferð og bíóferð.
Einnig mega þeir sem eru á sumarnámskeiðinu mæta á sumaræfingar sér að kostnaðarlausu.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast skrá sig sem fyrst á ruttkd@gmail.com og takið fram hvort hentar betur að vera fyrir eða eftir hádegi, en ekki er ákveðið hvort það verður.
Ath, takmarkaður fjöldi.
Sumarönn
Sumaræfingar byrja miðvikudaginn 18.maí og verða til 30.júní (jafnvel eitthvað lengur). Æfingargjald fyrir sumarönn (án sumarnámskeiðs, annars innifalið) er 5.500 kr. Æft verður á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl 18. Æft verður á Ásbrú og verða einhverjar æfingar úti. Æfingarnar eru sameiginlegar fyrir alla iðkendur 8 ára og eldri, nema fimmtudagsæfingarnar eru eingöngu fyrir fullorðinshópinn. Ekki þarf að vera í taekwondo galla á sumaræfingunum.