Fréttir

Taekwondo | 31. maí 2013

Sumarnámskeið í bardagalistum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðustu ár hefur verið haldið bardagalistanámskeið fyrir börn á Suðurnesjunum við góðar undirtektir. Kennarar námskeiðsins í ár eru Helgi Rafn Guðmundsson, taekwondo/brazilian jiu jitsu þjálfari og Guðmundur Stefán Gunnarsson judoþjálfari og íþróttakennari. Báðir eru þeir íþróttafræðingar og með bestu þjálfurum sinna greina sem fyrirfinnast á landinu. Auk þess verða landsliðsmenn að aðstoða börnin á námskeiðinu.

Sumarnámskeiðið verður fjölbreytt og skemmtilegt. Á hverjum degi er farið í tvö þemu. Kennt verður grunntækni í bardagalistum eins og taekwondo, judo, brazilian jiu jitsu, hnefaleikum og fleira. Farið verður í marga skemmtilega leiki og kraftakeppnir fyrir börnin. Æft verður í Bardagahöll Reykjanesbæjar, en þar er fyrsta flokks aðstaða til iðkunar hvaða bardagalista sem er. Einnig verður æft mikið úti og allir iðkendur skulu mæta með útifatnað. Á hverjum degi verður nestistími og skulu iðkendur þá mæta með hollt nesti. Yfir námskeiðið verður farið í leiki og keppnir og reyna iðkendur að safna stigum. Stigahæstu iðkendurnir fá verðlaun í lok námskeiðsins. Síðasta daginn verður sundferð og grill.

Skráning fer fram á helgiflex@gmail.com eða á þessu skjali hérna