Sumarið í taekwondo 2017
Sumardagskráin fyrir taekwondo er að verða tilbúin.
Það verða nokkur sumarnámskeið í boði fyrir allan aldur. Hérna eru drög að sumaráætlun.
Skráningarform er neðst á síðunni skráningu lokar tveimur virkum dögum fyrir upphaf námskeiðsins eða þegar fullt er orðið á viðkomandi námskeið. Allar æfingar fara fram í Bardagahöll Reykjanesbæjar við Iðavelli 12 og á útisvæðum í nágrenninu.
Drekaævintýrið er vinsælt sumarnámskeið fyrir 6-11 ára krakka sem hefur verið haldið víða um land um árabil. Iðkendur æfa taekwondo en fá einnig kynningu á fjölda íþróttagrein. Farið verður út og leikið, farið í sundferð og margt fleira skemmtilegt. Vegna mikillar aðsóknar munum við bjóða uppá 4 námskeið í sumar, 1 í júní, 2 í júlí og 1 í ágúst. Auk þess verður eitt námskeið í Sandgerði
7-13 júní kl 9-12 (5 dagar, ekki kennt yfir helgina)
10-14. júlí kl 9-12
24-28. júlí kl 9-12
24-27. júlí kl 13-16 (SANDGERÐI)
9-15 ágúst. kl 13-16 (5 dagar, ekki kennt yfir helgina)
Verð fyrir fjölda námskeið
1=7.500
2=12.500
3=16.000
4=19.000
Sumarpakki (20.000) Í sumarpakkanum eru allar æfingar hjá félaginu yfir sumarið innifaldar (sem eru fyrir viðkomandi aldurshóp, námskeið og æfingar)
Ath að það verður nýtt skipulag á hverju námskeiði og því fjölbreytt, skemmtilegt að taka fleiri námskeið. Það er gefinn veglegur afsláttur ef tekin eru fleiri en eitt námskeið. Það verða gestakennarar á sumum námskeiðum en við getum ekki lofað að það verði á öllum.
Skoðið myndband frá síðustu námskeiðum.
Skráningarform er neðst á síðunni
Krílaæfingarnar hafa verið mjög vinsælar hjá okkur. Nú bjóðum við uppá krílanámskeið í sumar. Allir leikskólakrakkar eru velkomnir. Farið verður í skemmtilega leiki og æfingar fyrir krakkana. Foreldrar eru hvattir til að vera með á æfingunum, sérstaklega fyrir þau yngstu krakkana og þá sem þess þurfa. Æfingarnar verða kl 12-13. á mánudag - fimmtudag 10-13. júlí. Komið klædd eftir veðri þar sem æfingar verða úti ef veður leyfir.
Kennarar eru Helgi Rafn Guðmundsson og Rut Sigurðardóttir, íþróttafræðingar, ásamt meðlimum íslenska landsliðsins í taekwondo.
Verð 3.000kr
Skráningarform er neðst á síðunni
Ef spurningar vakna endilega hafa samband á helgiflex@gmail.com
Skráningarform fyrir sumarprógramið