Fréttir

Taekwondo | 25. maí 2017

Sumarið í taekwondo 2017

Sumardagskráin fyrir taekwondo er að verða tilbúin.

Það verða nokkur sumarnámskeið í boði fyrir allan aldur. Hérna eru drög að sumaráætlun.

Skráningarform er neðst á síðunni skráningu lokar tveimur virkum dögum fyrir upphaf námskeiðsins eða þegar fullt er orðið á viðkomandi námskeið. Allar æfingar fara fram í Bardagahöll Reykjanesbæjar við Iðavelli 12 og á útisvæðum í nágrenninu.

 

Drekaævintýrið er vinsælt sumarnámskeið fyrir 6-11 ára krakka sem hefur verið haldið víða um land um árabil. Iðkendur æfa taekwondo en fá einnig kynningu á fjölda íþróttagrein. Farið verður út og leikið, farið í sundferð og margt fleira skemmtilegt. Vegna mikillar aðsóknar munum við bjóða uppá 4 námskeið í sumar, 1 í júní, 2 í júlí og 1 í ágúst. Auk þess verður eitt námskeið í Sandgerði

7-13 júní kl 9-12 (5 dagar, ekki kennt yfir helgina) 
10-14. júlí kl 9-12
24-28. júlí kl 9-12
24-27. júlí kl 13-16 (SANDGERÐI)
9-15 ágúst. kl 13-16 (5 dagar, ekki kennt yfir helgina)

Verð fyrir fjölda námskeið

1=7.500

2=12.500

3=16.000

4=19.000

Sumarpakki (20.000) Í sumarpakkanum eru allar æfingar hjá félaginu yfir sumarið innifaldar (sem eru fyrir viðkomandi aldurshóp, námskeið og æfingar)

Ath að það verður nýtt skipulag á hverju námskeiði og því fjölbreytt, skemmtilegt að taka fleiri námskeið. Það er gefinn veglegur afsláttur ef tekin eru fleiri en eitt námskeið. Það verða gestakennarar á sumum námskeiðum en við getum ekki lofað að það verði á öllum.

Lágmarksfjöldi á námskeið er 10 og hámarksfjöldi 30. Fyrstu skráningar hafa forgang. Ef námskeið fellur niður er það endurgreitt. Systkynaafsláttur er 15% af heildargjaldinu. Komið klædd eftir veðri þar sem við munum vera úti ef veður leyfir.
 
Hvert námskeið er 5 dagar og 3 tímar í senn. Kennarar námskeiðsins eru Helgi Rafn Guðmundsson, Íþróttafræðingur, og meðlimir íslenska landsliðsins í taekwondo.
 

Skoðið myndband frá síðustu námskeiðum.
Skráningarform er neðst á síðunni

 

Krílaæfingarnar hafa verið mjög vinsælar hjá okkur. Nú bjóðum við uppá krílanámskeið í sumar. Allir leikskólakrakkar eru velkomnir. Farið verður í skemmtilega leiki og æfingar fyrir krakkana. Foreldrar eru hvattir til að vera með á æfingunum, sérstaklega fyrir þau yngstu krakkana og þá sem þess þurfa. Æfingarnar verða kl 12-13. á mánudag - fimmtudag 10-13. júlí. Komið klædd eftir veðri þar sem æfingar verða úti ef veður leyfir.

Kennarar eru Helgi Rafn Guðmundsson og Rut Sigurðardóttir, íþróttafræðingar, ásamt meðlimum íslenska landsliðsins í taekwondo.

Verð 3.000kr
Skráningarform er neðst á síðunni

Sumaræfingar í taekwondo verða á eftirfarandi tímum
7. júní - 26. júlí (8 vikur)
6-9 ára Mán, mið og föstudaga kl 17-18 
10 ára+ Mán, mið kl 18-19  og föstudag kl 17-18.
 
Komið klædd eftir veðri þar sem við munum vera úti ef veður leyfir.
 
Kennarar sumaræfinganna eru Helgi Rafn Guðmundsson, Svanur Þór Mikaelsson og Ágúst Kristinn Eðvarðsson. Verð fyrir sumaræfingarnar er 10.000, ath að hægt er að taka Drekanámskeið og sumaræfingar, fyrir 17.500 er hægt að taka sumaræfingar og eitt Drekanámskeið, fyrir 20.000 er hægt að taka allt að 4 Drekanámskeið og sumaræfingarnar.
 
 
Einnig verður styrktarnámskeið fyrir unglinga eftir verslunarmannahelgi, nánar um það þegar nær dregur. 10 ára aldurstakmark. Æfingar 3x í viku þrið, fimt og föstudaga kl 18-19. 4 vikur frá Kennarar er Kristmundur Gíslason, IAK einkaþjálfari og afreksmaður í taekwondo og Helgi Rafn Guðmundsson, Íþróttafræðingur og reyndur styrktarþjálfari. Verð 7.500 kr.

Ef spurningar vakna endilega hafa samband á helgiflex@gmail.com

Skráningarform fyrir sumarprógramið