Fréttir

Taekwondo | 26. apríl 2020

Sumarið 2020 Taekwondo

Það verða fjölbreytt og skemmtileg námskeið hjá taekwondo deild Keflavíkur í sumar. Námskeiðin verða fyrir krakka á öllum aldri. Drekaævintýrið verður á sínum stað en þetta hafa verið vinsælustu bardagalistanámskeið fyrir börn sem haldin eru á hverju ári á Íslandi. Svo verða KidFit og TeenFit karaktermiðuð, þrepastkiptu þrekæfingarnar á sínum stað, en þær æfingar hafa verið gífurlega vinsælar síðan æfingar hófust fyrir tveimur árum. 

ATH AÐ SÍÐUSTU ÁR HAFA ÖLL SUMARNÁMSKEIÐIN OKKAR FYLLTST. VERIÐ TÍMANMLEGA AÐ SKRÁ TIL AÐ FESTA PLÁSSIÐ SITT.

Skráning er neðst á síðunni

Með fyrirvara um breytingar

1 námskeið 8.900

2. námskeið 14.900

3 námskeið 18.900

4 námskeið eða fleiri 22.900

 

Það er systkina og fjölskylduafsláttur!


Lýsing á Drekaævintýrinu 

 

Lýsing á KidFit og TeenFit

 

Námskeið í boði yfir sumarið (skráning neðst á síðunni)

 

Drekaævintýri 1   8-12. júní kl 9-12              6-12 ára

Drekaævintýri 2   15.-19. júní kl 9-12           6-12 ára

Drekaævintýri 3   29. júní - 3. júlí   kl 9-12   6-12 ára

Drekaævintýri 4  6.-10. júlí. kl 9-12              6-12 ára

Drekaævintýri 5  10.-14. ágúst  kl 9-12        6-12 ára

Sumaræfingar taekwondo (3 júní - 17. júlí, mán og mið kl 17-18 (7 vikur)

Styrktarnámskeið fyrir börn og unglinga KidFit/TeenFit . 2. júní - 16. júlí þrið og fimt kl 17-18 (7 vikur)

Afrekscamp  - 8-19 júní kl 12-13:30. (lágmark grænt belti.)

 

Nánari upplýsingar á helgiflex@gmail.com