Sumardagskráin Taekwondo
Nú styttist í að sumarönnin hefjist og þá er mikið að gerast í taekwondo. Í sumar verða almennar æfingar fyrir 6-9 ára mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 17-18 30 maí - 27. júlí
Skráning er neðst á síðunni
Drekaævintýrið er vinsælt sumarnámskeið sem hefur verið haldið víða um land um árabil. Iðkendur æfa taekwondo en fá einnig kynningu á fjölda íþróttagrein. Farið verður út og leikið, farið í sundferð og margt fleira skemmtilegt. Skoðið myndband frá síðustu námskeiðum.
Myndband 1
Myndband 2
Myndband 3
Myndband 4
Verð í Reykjanesbæ (2 vikur) = 12.500
Verð í Sandgerði (1 vika) = 7.000
Ef bæði námskeiðin eru tekin kosta þau 15.900
Skráning er neðst á síðunni
Styrktar - og hraðanámskeiðið verður haldið í þriðja sinn í sumar. Þetta hefur verið gífurlega vinsælt námskeið fyrir íþróttamenn í fjölda greina og í sumar verður bætt við fjölbreytnina með nýjum æfingum og áætlunum. Smelltu hér til að skoða myndband frá síðustu námskeiðum
Umsögn 2015
Skýrsla 2014
Skráning er neðst á síðunni
Krílaæfingarnar hafa verið mjög vinsælar hjá okkur. Nú bjóðum við uppá krílanámskeið í sumar og kennt verður 4x í viku í tvær vikur. Allir leikskólakrakkar eru velkomni. Farið verður í skemmtilega leiki og æfingar fyrir krakkana. Foreldrar eru hvattir til að vera með á æfingunum, sérstaklega fyrir 2-3 ára krakkana og þá sem þess þurfa. Æfingarnar verða á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 4-14. júlí. Boðið verður upp á tvö námskeið, annars vegar kl 11-12 og hinsvegar kl 16-17.
Smelltu hér til að skrá þig á námskeið sumarsins eða notaðu formið hér að neðan
Afrekscampið er líklega eitt umfangsmesta námskeiðið sem er í boði fyrir unga íþróttamenn á Íslandi. Siðustu ár hafa iðkendur fengið markvissar aukaæfingar og fengið fræðslu sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi. Þetta námskeið er fyrir lengra komna og þá sem ætla sér langt í taekwondo. Æfingarnar eru í hádeginu alla virka daga nema annað sé auglýst.
Myndband - Prögröm og leikgreining
Myndband - Viðbragðstilraun
Myndband - Hreyfigreining
Myndband - Næringarfræði
Myndband - Coach bendingar
Myndband - Skráning prógrams
Smelltu hér til að skrá þig á námskeið sumarsins eða notaðu formið hér að neðan