Stórt beltapróf í Íþróttaakademíunni
Master Sigursteinn Snorrason, meistari SsangYongTaeKwon samtakanna var með beltapróf fyrir taekwondo iðkendur á suðurnesjunum nú um helgina. Þar voru mættur 55 iðkendur frá Keflavík og 22 frá Grindavík. Allir stóðu sig vel og flestir fóru heim með nýtt belti. Fjölda margir iðkendur voru að taka fyrstu tvö beltin, eða um 50. Það segir að það er mikil uppsveifla í íþróttinni núna og margir nýjir og ferskir iðkendur að koma fram. Master Sigursteinn var aðspurður mjög ánægður með frammistöðuna og fannst mikið í próftaka spunnið. Hann sagði ennfremur að nýju iðkendurnir væru að koma mjög vel út og ættu framtíðina fyrir sér. 8 strákar úr Keflavík þreyttu próf fyrir rauðri rönd á blátt belti, en það er hæðsta nemendagráðan í félaginu um þessar mundir. Það mun þó vonandi breytast því hinn gífurlega efnilegi Brian Johannessen úr fullorðinsflokknum er að fara taka rauða beltið 12 maí næstkomandi. Það þykir nokkuð há gráða og segir til um reynslu og þrautsegju að komast svo langt. Þess má geta að ef Brian nær prófinu verður hann fyrsti rauðbeltingur félagsins frá því kennari deildarinnar, Helgi Rafn tók rauða beltið fyrir fjórum árum síðan.
Á prófinu gaf master Sigursteinn verðlaun svartbeltisráð SsangYongTaeKwon fyrir kennara ársins og fóru þau verðlaun í hönd Helga Rafns Guðmundssonar kennara taekwondo deildar Keflavíkur. Árið áður hafði Helgi fengið verðlaun fyrir nemanda ársins og þykir vel að titlunum kominn. SsangYongTaeKwon spanna 10 taekwondo félög og um 400 iðkendur.
Ástrós Brynjarsdóttir var stjarna helgarinnar, en hún náði hvorki meira né minna en 102 armbeygjum á prófinu, og auk þess var með framúrskarandi góða tækni og framkomu í prófinu. Fyrir þennan góða árangur ákvað master Sigursteinn að gefa henni tækifæri á að taka tvö belti í einu og náði hún því með tilþrifum með því að standast kröfurnar og brjóta spýtu með flugsparki, sem er langt fyrir ofan kröfurnar til hennar beltagráðu. Ástrós vann einnig sinn flokk í formum á TSH mótinu helgina áður. Þá má geta þess að armbeygjumet Keflavíkur féll um helgina þegar hinn efnileg Óðinn Már Ingason skaut út einum 170 armbeygjum við mikinn fögnuð áhorfenda. Óðinn er mikið efni í bardagamann, en hinn 8 ára gamli Sandgerðingur vann einmitt sinn flokk í bardaga á TSH mótinu þarsíðustu helgi.
Myndir Brynjar