Fréttir

Taekwondo | 21. mars 2008

Stærstu æfingabúðir Íslandssögunar að baki

17-19 mars stóð taekwondo deild Keflavíkur fyrir æfingabúðum í Íþróttaakademíunni. Master In Kwon Jang (6. dan) kom frá Kóreu til að kenna. Flestir iðkendur voru frá Keflavíkurdeildinni, en auk þess komu iðkendur frá Fjölni, Aftureldingu, Þór, Grindavík og Selfossi. Þá voru líka 3 nemendur NPH taekwondo deildarinnar í Mexíkó viðstaddir æfingabúðirnar.

 Master Jang kenndi allar æfingarnar og var vel þreyttur eftir búðirnar. Hann er með gífurlega mikla reynslu, bæði í kennslu iðkun allra þátta taekwondo og sést það vel þegar hann kennir. Hann var að allan tímann og var með gífurlega skemmtilegar og spennandi æfingar sem gerðu öllum gott. Lagt var áherslu á grunntækni, jafnvægi, styrk, hraða og skemmtun.

Rúmlega 120 manns voru á æfingabúðunum. Þetta eru því stærstu taekwondo æfingabúðir sem halndar hafa verið á Íslandi. Auk þess var síðasta æfingin sameiginleg fyrir alla hópana sem voru á æfingabúðunum. Þá mættu 114 manns. Það mun þá vera stærsta einstaka taekwondo æfing sem haldið hefur verið á Íslandi.

Master Jang var gífurlega ánægður með hvernig allt gekk fyrir sig en viðurkenndi þó að hann hafi aldrei kennt svona mörgum á svona stuttum tíma og var því eðlilega þreyttur eftir æfingarnar. Vonandi sér hann sér fært að koma aftur fyrr en seinna því allir iðkendur á öllum stigum íþróttarinnar geta lært mikið af honum.

Master Jang mun vera viðstaddur svartbeltispróf í Fjölni 22. mars ásamt master Allan frá Danmörku og master Sigursteini.

Keflavíkurdeildin þakkar master Jang kærlega fyrir æfingabúðirnar. Einnig vill deildin þakka master Sigursteini, SsangYong og foreldrafélaginu kærlega fyrir alla aðstoðina í kringum æfingabúðirnar.

Fullt af myndum á myndasíðu Rutar og Helga