Sparisjóðsmótið
Sunnudaginn 13 maí var haldið Sparisjóðsmót Keflavíkur í taekwondo. Keppendur voru frá Keflavík og Grindavík og voru 75 manns skráðir til leiks. Færri mættu þó en þrátt fyrir það var mótið stórt og skemmtilegt. Keppt var í poomsae og kjorugi. Margir stórskemmtilegir bardagar áttu sér stað og greinilegt er að margir efnilegir keppendur eru í báðum félögum. Greinilegt er að vel gengur hjá þessum tveimur deildum þar sem fyrir ári síðan þótti þessi keppendafjöldi ágætur á móti þar sem öll félög sendi keppendur. Foreldrafélög sáu síðan um pizzuveislu eftir mótið og allir fóru sáttir heim. Deildirnar þakka Sparisjóðnum kærlega fyrir veittan stuðning.