Sparisjóðsmót og lokahóf taekwondo
Á sunudag var haldið innanfélagsmót Keflavíkur og Grindavíkur, Sparisjóðsmótið. Um 80 keppendur á öllum aldri mættu til keppnis á mótið sem haldið var í íþrótthúsinu við Sunnubraut.
Mótið hófst klukkan 10 og var til rúmlega 15. Keppt var í skemmtilegum nýjum greinum og leikjum í bland við hefðbunda keppni í bardaga og formum. Eftir keppnina voru háðir nokkrir áskorendabardagar fyrir áhugasama. Eftir það var farið í K-húsið við Hrinbraut þar sem allir borðuðu saman og veittar voru viðurkenningar fyrir árið. Veittar voru viðurkenningar fyrir nemanda ársins í hverjum flokki fyrir sig og nemanda ársins fyrir félagið í heild sinni. Auk þess voru veittar viðurkenningar fyrir mestu framfarirnar og efnilegustu keppendurnar.
Mestu framfarirnar - Karel Bergmann Gunnarsson
Efnilegasti keppandinn - Óðinn Már Ingason
Efnilegasti keppandinn - Ástrós Brynjarsdóttir
Nemandi í hóp BA - Victoría Ósk Anítudóttir
Nemandi í hóp B1 - Dagný Halla Ágústsdóttir
Nemandi í hóp B2 - Eyþór Ólafsson
Nemandi í hóp B3 - Marel Sólimann Arnarsson
Nemandi í keppnishóp - Jón Steinar Brynjarsson
Nemandi í fullorðinshóp - Antje Muller
Nemandi ársinsin í Keflavík - Arnór Freyr Grétarsson
Þakkir til Sparisjóðsins, keppenda, foreldra, stjórnar, foreldrafélags, allra iðkenda, SsangYongtaekwon, og allra sem lögðu hönd á plóg við eflingu félags á árinu.
Minnum á sumarnámskeiðið í Reykjanesbæ 9-20 júní. Skráning á spark@internet.is eða 8995958. Að öðru leyti er sumarfríið hafið.
Æfingar hefjast aftur 1. september. Sjáumst þá. Þangað til, gleðilegt sumar.
Myndir af mótinu eru á myndasíðu Rutar og Helga