Fréttir

Taekwondo | 22. nóvember 2012

Smákökur!

 

Fjáröflun foreldrafélags Taekwondodeildar Keflavíkur.
Við í foreldrafélaginu erum að fara af stað með fjáröflun núna fyrir jólin.
 Við ætlum að selja gómsætar heimabakaðar smákökur á 500kr pokinn (það eru 10 stórar kökur í hverjum poka)
Foreldrafélagið hefur á undanförnum árum komið að ýmsum verkefnum og má þar helst telja:
Jólagjafir fyrir iðkendur og kennara, niðurgreiðsla á peysum, útgáfa bæklings fyrir foreldra, æfingaklukka sem var gjöf  frá foreldrafélaginu vegna 10 ára afmælis deildarinnar. Við gáfum deildinni  styrk í vor til að kaupa búnað  fyrir iðkendur. Okkar helsta fjáröflun hefur verið sala á mótum og vinna fyrir Samkaup við að setja afsláttarmiða í umslög.
Vinsamlegast komið með miðann á æfingu ekki seinna en miðvikudaginn 28.nóvember nk.
Pöntunarform er á bakhlið miðans.
  Kökurnar verða bakaðar
2. desember og afhentar daginn eftir,
Með kærri kveðju stjórn foreldrafélagsins