Skýrsla formanns TaeKwonDodeildar 2008
Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár hjá Taekwondodeild Keflavikur, sem hófst með móti á Selfossi þar sem Keflvíkingar rökuðu af sér verðlaunum að vanda . Í mars var svo haldið íslandsmeistaramót í sparring og þar tók deildin 3 gull 2 silfur og 8 brons ,glæsilegur árangur það . Keflavikur deildin var svo með æfingarbúðir með meistara frá kóreu, master Jang sem var hjá okkur 17-19 mars, og eru þetta fjölmennustu æfingarbúðir sem haldnar hafa verið hérlendis , en yfir 120 þáttakendur mættu og tókust þær með eindæmum vel . Með okkur voru svo gestir frá Mexico en það var hann Jón Leví sem kom með 3 krakka með sér til Íslands. Hann rekur Taekwondodeild fyrir munaðarlaus börn í Mexico og stóð foreldrafélag Keflavikur fyrir söfnun fyrir þau ásamt því að börn innan deildari lögðu sitt af mörkum til söfnunarinnar.
Í Apríl var svo haldið úrtak fyrir landliðið í sparring/ bardaga og mættu 10 aðilar frá Keflavik og komust allir sem einn í landsliðið.
Þann 24 Apríl var svo haldið loka mót TSH mótaraðarinnar og mættu 212 keppundur til leiks. Þar fékk Keflavik 48 iðkendur á pall og geri aðrir betur.
Einnig urðu Keflvíkingar bikameistarar mótaraðarinnar og eignuðust 3 bikarmeistara ásamt því að Helgi yfirkennari deildarinnar var valin kennari ársins innan Sanyoung deildana. Keppandi mótsins kom einnig frá Keflavik en það var Antje Muller sem hlaut þann titil fyrir frábæra framistöðu í formum og bardaga.
Þann 18 mai lauk svo önnin með innanfélagsmóti “Sparisjóðsmótið” og var þar mikið glens og fjör að vanda.
Einnig var Rut Sigurðardóttir boðin formlega velkomin til Keflavikurdeildarinnar , en hún var áður í Þór Akureyri og er það mikill fengur fyrir okkur að fá hana hingað enda frábær kennari og keppndi.
Æfingar hófust svo að fullum krafti aftur síðastliðið haust og var farið norður til Akureyra í enda oktober á fyrsta TSH mót vetrarins, en þar fengu Keflvíkingar 28 verðlaunasæti. Á haustmánuðum hélt svo stjórn deildarinnar fund með foreldrum , og var það bæði gagnlegt og gaman .
Þann 18 nóvember var svo haldið Íslandsmeistaramót í formu í íþróttahúsinu á Vallarheiði, og þar stigu á verðlaunapall þó nokkuð margir keflvíkingar.
Helgi Rafn yfirkennari var svo valin tekwondo maður ársins af ÍSÍ og erum við gríðarlega stolt af okkar manni. Deildin valdi svo Jón Steinar Brynjarsson taekwondomann ársins 2008.
Rannveig Ævarsdóttir
Formaður