Skráningar veturinn 2016 - 2017
Opið er fyrir skráningu til 1. október
Eftirfarandi hópar eru í boði veturinn 2016 - 2017
Innfalið í æfingagjöldum eru keppnisgjöld á bikarmót og beltapróf fyrir utan svartbeltispróf.
-
Krílanámskeið - 3-5 ára krakkar - fimmtudagar
Um er að ræða æfingar þar sem börn koma með foreldrunum sínum.
Æfingar eru einu sinni í viku á fimmtudögum kl. 17:15 og eru búnar kl 18:00.
Verð kr. 9.900 frá september og til loka nóvember
-
Börn 6-7 ára
Æfingar mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl 16:10.
1.-2. bekkur grunnskóla, öll belti.
Æft hefbundið og sport taekwondo með áherslu á leiki, hreyfifærni og grunnatriði í taekwondo. Verð kr. 6.400 á mánuði
-
8-9 ára byrjendur eða með lægra en rautt belti
Æfingar mánudaga og miðvikudaga kl 17:00 og þriðjudaga og föstudaga kl 16:10.
Einnig stendur til boða að koma á þriðjudögum og föstudögum kl 18:00 í blönduðum hóp. Þemaæfingar verða öðru hverju, það er auglýst á facebook síðu deildarinnar.
Verð kr. 7.400 á mánuði
-
10-11 ára byrjendur eða með lægra en rautt belti
Æfingar mánudaga og miðvikudaga kl 18:00 og þriðjudaga og föstudaga kl 16:10.
Einnig stendur til boða að koma á þriðjudögum og föstudögum kl 18:00 í blönduðum hóp. Þemaæfingar verða öðru hverju, það er auglýst á facebook síðu deildarinnar.
Morgunæfingar eru í 7 vikur á álagstíma vegna móta, auglýst síðar á facebook.
Verð kr. 7.400 á mánuði
-
10-11 ára rautt belti og hærra
Æfingar mánudaga og miðvikudaga kl 18:00 og þriðjudaga og föstudaga kl 17:00 - 19:00 (tvöföld æfing).
Morgunæfingar eru í 7 vikur á álagstíma vegna móta, auglýst síðar á facebook.
Verð kr. 7.400 á mánuði
-
12 ára og eldri.
Æfingar mánudaga og miðvikudaga kl 19:00 og þriðjudaga og föstudaga kl 17:00 - 19:00 (tvöföld æfing).
Verð kr. 8.400 á mánuði
-
Byrjendanámskeið er hugsað fyrir 30 ára og eldri
en getur líka átt við allan aldur sem vill fara á rólegri hraða í grunnfærni í íþróttinni.
Verð kr. 6.400 á mánuði
Smelltu hér til að skrá einstakling í Taekwondo
Þemaæfingar verða öðru hverju, það er auglýst á facebook síðu deildarinnar. Morgunæfingar eru í 7 vikur á álagstíma vegna móta, auglýst síðar á facebook.
Þema: Æfingar verða ca. í mánuði og verður farið yfir ákveðið þema, þ.e. mini námskeið í einhverjum hluta taekwondo. Æfingar verða auglýstar á facebook síðu deildarinnar.
Fjölskyldu- og systkinafsláttur:
- Fyrsti skráði iðkandi greiðir alltaf fullt gjald.
- Annar skráði iðkandi fær 7,5% afslátt af sínu gjaldi og 7,5% af gjaldi fyrsta skráði iðkandi
- Þriðji skráði iðkandi fær 7,5 % afslátt af sínu gjaldi.
- Fjórði skráði iðkandi fær 7,5% afslátt af sínu gjaldi
Við skráningu er boðið upp á greiðslu æfingagjalda með kreditkorti og greiðsluseðlum. Ef æfingagjöld eru ekki greidd fara þeir í innheimtu hjá Motus samkvæmt hefðbundnum leiðum Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags.
Við afskráningu einstaklinga á námskeiðum eða hópum gildir sú regla að iðkanndi telst afskráður úr deildinni þegar tölvupóstur hefur verið sendur á stjórn deildarinnar þess efnis, fyrir síðasta dag hvers mánaðar. Ekki er nóg að hætta að borga æfingagjöld, hvort sem er greiðsluseðla eða með greiðslukorti. Einungis er hægt að fá endurgreidd æfingagjöld líðandi mánuð sem afskráning er tilkynnt, og þess einungis að öll æfingagjöld fram til viðkomandi dagsetningar séu greidd.