Scottish Open úrslit
Um síðastliðna helgi 17-18 nóvember fóru 8 keppendur frá taekwondo deild Keflavíkur til Skotlands að keppa á Scottish Open mótinu. Keppt var undir fána Íslands og voru önnur félög einni með í för í keppninni. Á mótinu voru rúmlega 350 keppendur. Flestir voru þeir frá Bretlandseyjum, en einnig voru nokkrir keppendur frá öðrum Evrópulöndum og Afríku.
Á laugardeginum kepptu Svanur Þór Mikaelsson, Ástrós Brynjarsdóttir, Sverrir Örvar Elefsen og Helgi Rafn Guðmundsson í tækni. Svanur Helgi og Ástrós sigruðu sína flokka og Sverrir varð í 3. sæti í sínum flokki. Þá unnu Svanur og Ástrós paraform keppni þar sem tveir keppendur keppa saman. Mikið var rætt um færni íslensku keppendanna og hversu tæknilega góðir þeir voru. Bjarni Júlíus Jónsson keppti svo í bardaga og sigraði örugglega. Hann stjórnaði bardaganum vel og sigraði með 12 stiga mun.
Á sunnudeginum kepptu Svanur Þór, Ástrós, Sverrir, Karel Bergmann Gunnarsson, Jón Steinar Brynjarsson og Kristmundur Gíslason í bardaga og Bjarni Júlíus í tækni. Svanur keppti erfiðan fyrsta bardaga en sigraði hann 21-17. Næsta bardaga sigraði Svanur örugglega 21-8 og sýndi yfirburði. Svanur komst í úrslit í sínum flokki en þurfti að láta sér silfrið nægja þar sem hann tapaði úrslitaviðureigninni 14-2
Sverrir keppti á móti góðum keppanda. Bardaginn var jafn allan tímann en andstæðingurinn var mjög klókur og endaði á að sigra bardagann 12-8. Sverrir fékk bronsverðlaun í sínum flokki.
Kristmundur Gíslason keppti í tveimur aldursflokkum á mótinu. Þetta er hans síðasta mót í unglingaflokki (undir 18) og því ákveðið að nota tækifærið og æfa sig i fullorðinsflokki líka. Kristmundur sigraði fyrsta bardagann í fullorðinsflokki 13-6. Þar á eftir tapaði hann í undandúrslitunum í fullorðinsflokki eftir erfiðan en góðan bardaga og fékk því brons í fullorðinsflokki. Kristmundur keppti svo í sínum aldursflokki og sýndi þar mikla yfirburði og sigraði fyrsta bardagann 14-2. Seinni bardagann sigraði Kristmundur svo á rothöggi eftir rúmar 30 sekúndur og sigraði þar með gullverðlaun í sínum flokki. Þess má geta að Kristmundur varð í 5. sæti á síðasta heimsmeistaramóti unglinga.
Jón Steinar var í stærsta og erfiðasta flokki mótsins, allir keppendurnir í þeim flokki voru líklegri til sigurs og þurfti mikið til að sigra hann. Jón sigraði fyrsta bardagann í flokknum 10-9 eftir ótrúlega jafna og tæknilega baráttu. Þar á eftir þurfti hann að játa sig sigraðann í bardaga sem fór 13-18 andstæðingi hans í vil. Jón Steinar var valinn besti keppandinn á síðasta Íslandsmóti í bardaga.
Ástrós Brynjarsdóttir keppti sigraði sinn fyrsta bardaga 13-6 eftir tæknilega baráttu. Í úrslitabardaganum sýndi hún mikla þolinmæði og tækni og skoraði á eigin forsendum með góðri tímasetningu. Hún sigraði úrslitabardagann 8-3 og vann þar með þriðju gullverðlaunin þessa helgina.
Karel Bergmann barðist erfiðan bardaga í úrslitunum í sínum flokki. Hann náði nokkrum góðum stigum en hafði ekki svör við árásum andstæðingsins og tapaði bardaganum 15-3.
Bjarni Júlíus sigraði sinn flokk í tækni örugglega.
Árangur Keflavíkurliðsins var einstakur og er þetta langbesti árangur liðsins á erlendri grundu. Íslends landsliðið fékk samtals
Íslenska liðið fékk samtals
9x gull
6x silfur
4x brons
En þar af voru Keflvíkingar með
8 gull
2 silfur
3 brons
Verðlaunahafar:
Ástrós 3 gull (1x sparring, 1x einstaklingspoomsae, 1x parapoomsae með Svan)
Bjarni 2x gull (1x í bardaga, 1x í einstaklingspoomsae)
Helgi gull í einstaklingspoomsae
Jón Steinar 5. Sæti í bardaga
Karel silfur í bardaga
Kristmundur gull og brons í bardaga
Svanur 2x gull og 1x silfur (gull í einstaklingspoomsae, gull í parapoomsae með Ástrósu og silfur í bardaga)
Sverrir 2x brons (1x brons í bardaga, 1x brons í einstaklingspoomsae)
Það er því augljóst að Keflavíkurliðið er mjög sterkt eins og svo oft áður hefur komið fram. Liðið er núna ríkjandi bikar og Íslandsmeistarar og stefnir á að ná 1000 verðlaunum frá upphafi áður en þessu ári líkur. Eitt mót er eftir á árinu og er það Bikarmót TKÍ sem verður haldið í Akurskóla Reykjanesbæ á laugardag og sunnudag.Stefnir allt í að þar verði stærsta mót sem haldið hefur verið á Íslandi. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með.