Fréttir

Taekwondo | 22. ágúst 2012

Sandgerðisdagar, ljósanótt og varðandi fjáraflanir

ATH að nú verður tekið upp hvatakerfi fyrir fjáraflanir deildarinnar þar sem fólk safnar sér pening fyrir sína vinnu. Ef um er að ræða vinnu sem yngri krakkar geta ekki gert þá geta foreldrar þeirra tekið að sér vinnuna fyrir barnið. Fyrstu tveir viðburðirnir verða Sandgerðisdagar á laugardag og svo Ljósanótt næstu helgi. Greitt er m.v. hvern klukkutíma þannig að ef fólk getur bara komið í smástund þá safnast það samt saman og margt smátt gerir eitt stórt. 

Núna erum við að safna fyrir stórskemmtilegri æfingaferð til Danmerkur sem verður farin í júlí á næsta ári. Farið verður með Aftureldingu og Ármann og aldrei að vita nema fleiri félög bætist við. 

https://www.facebook.com/pages/Taekwondodeild-Aftureldingar/236703629679009?sk=photos

hérna er myndasafn úr síðustu ferð aftureldingar. Á æfingabúðunm verður fjöldinn allur af æfingum sem hægt verður að velja úr, þ.á.m. æfingar fyrir unga krakka og foreldra. Við getum vonandi verið dugleg að safna og farið með stóran hóp.

Við hvetjum þó alla til að vera duglegir að hjálpa til við fjáraflanir sama hvort þeir ætli sér á æfingabúðirnar eða ekki, það styrkir fjárhag deildarinnar og er til að styrkja alla iðkendur. 

Nánar um fjáraflanirnar á facebook síðu deildarinnar https://www.facebook.com/groups/tkdkef/