Fréttir

Taekwondo | 25. janúar 2009

Rut Sigurðardóttir varð Norðurlandameistari í TaeKwonDo

Góður árangur þátttakenda Keflavíkur á Norðurlandamótinu í Taekwondo.

Rut Sigurðardóttir varð Norðurlandameistari í sínum flokki eftir gífurlega spennandi keppni. Þetta er hennar þriðji Norðurlandameistaratiltill. 

Helgi Rafn Guðmundsson og Arnór Grétarsson fengu silfur í sínum flokki og Jón Steinar Brynjarsson fékk brons.

 Aðrir keppendur úr Keflavík stóðu sig einnig vel Úrslit mótsins má sjá á http://taekwondo.is/files/2009/Finalkireugi.pdf

Samtals fengu Íslendingar 16 verðlaun, þar af 4 gull sem er besti árangur Íslands á Norðurlandamóti.

Nánar á www.taekwondo.is