Fréttir

Taekwondo | 17. desember 2007

Risa beltapróf taekwondo

Sunnudaginn 16.des sl var haldið stærsta beltapróf sem haldið hefur verið á Suðurnesjunum haldið í Íþróttaakademíunni. 107 iðkendur úr Keflavík og Grindavík tóku próf saman. Ekki var einungis slegið met í aðsókn, heldur líka árangri, en þennan dag náður allir sínu prófi. Það er mjög óalgengt að svona margir nái prófi, en prófdómari, master Sigursteinn Snorrason var eðlilega mjög ánægður með árangurinn.

Próftakar voru á aldrinum 5-44 og voru að taka nánast alla beltaflóruna, eða gul rönd, til rautt belti. 5 ungir drengir voru að taka rauðbeltispróf, sem markar viss tímamót hjá deildinni, en þetta er í fyrsta sinn í nánast 5 ár sem einhver hjá deildinni nær svo langt. Þeir tóku strembið, blautt og kalt próf en stóðu sig hetjulega og fóru heim með nýtt belti, og nokkra mynarlega marbletti. Beltaprófið var frá 9-19 og því langur dagur fyrir kennara og prófdómara, en að lokum fóru allir ánægðir heim.

Margar skemmtilegar myndir eru á myndasíðu Rutar og Helga

Sjáumst eftir áramót, æfingar hefjast aftur 7 janúar. Skráning fyrir nýja iðkendur verður 4. janúar. Fylgjist vel með!