Óvænt heimsókn
Iðkendur fengu óvænta heimsókn í dag þegar þau Valerie, Sibia, Daniel og kennari þeirra, Jón Levy, komu frá Mexíkó til að vera með á æfingum í Keflavík. Fjör var á æfingum og skemmtu krakkarnir sér vel. Krakkarnir skemmtu sér vel með gestunum og margir lærðu nokkur ný brögð til að nota í bardaga. Jón Levy stjórnaði leikjum og upphitun fyrir tvo hópa og var auk þess með stutta fyrirlestra fyrir alla hópa. Þakkaði hann vel fyrir þá sem höfðu safnað dósum og styrkt starfið í Mexíkó með einhverjum hætti. Minnti hann alla á að margt smátt gerir eitt stórt. Í framhaldi af því minnum við alla á að taekwondo armböndin eru enn til sölu og eru þau til styrktar munaðarleysingjanna á heimilinu þar sem Jón Levy starfar. Þess má geta að Jón Levy var valinn nemandi ársins innan SsangYongTaeKwon samtakanna enda er hann mikil fyrirmynd fyrir alla, innan sem utan taekwondo.
Jón Levy rekur taekwondo deild á munaðarleysingaheimilinu Nuestros Pequenos Hermanos í Mexíkó. Þar er hann með 150 nemendur og er það því stærsti taekwondo klúbburinn sem rekinn er af Íslendingi og stærsti klúbbur SsangYongTaeKwon. Þetta var gert mögulegt með mikilli vinnu og hugsjón Jóns ásamt dyggri aðstöð frá master Sigursteini og þeim fjöldamörgu sem hafa lagt starfi hans lið með framlögum og dósasöfnun svo eitthvað sé nefnt.
Krakkarnir munu vera á æfingabúðunum með master Jang 17-19 mars. Jón Levy mun síðan þreyta svartbeltispróf laugardaginn 22 mars í Fjölnishúsinu ásamt þremur öðrum. Taekwondo deild Keflavíkur óskar honum og öllum hans nemendum góðs gengis.
Myndir á myndsíðu Rutar og Helga