Fréttir

Taekwondo | 4. nóvember 2012

Nýtt húsnæði tekið í gagnið

Til allra iðkenda og aðstandenda taekwondo Keflavík og judo UMFN

Takk fyrir hjálpina í dag við flutninginn.

Við höfum núna flutt æfingaaðstöðuna á Iðavelli 12 
kort :  http://ja.is/kort/#q=index_id:436977&x=325091&y=393371&z=9  

Inngangur er vinstra megin (þegar horft er framaná húsið), á þeirri hlið sem er nær Kasko.

Við biðjum alla að skoða þennan lista og taka tillit til aðstæðna og nýja húsnæðisins, fullar húsreglur verða birtar á næstu dögum: 



  • Bílastæðin eru svoldið þröng og erfitt að snúa bílnum við. Það eru ung börn að og mikill umgangur á vissum tímum dags, farið því mjög varlega á bílastæðunum.
  • Það er enn verið að vinna í húsinu á daginn og því gætu verið verkfæri, og ryk í húsinu næstu daga.
  • Búningsklefarnir eru ekki fullkláraðir. Við biðjum fólk að taka tillit til þess og jafnvel mæta í æfingafatnaðinum næstu viku. Pláss í búningsklefum er ekki mikið og við biðjum fólk að ganga snyrtilega frá fatnaðinum sínum, helst í íþróttatöskuna sína til að gleyma ekki fötunum eða öðru. Það eru ekki ennþá komnir snagar til að hengja af sér og sturturnar eru ekki klárar heldur.
  • Til að byrja með biðjum við iðkendur sem eru að koma á æfingu að fara inn í salinn og sitja prúð við vegginn þar til þeirra æfing hefst. Ekki trufla þær æfingar sem eru í gangi.
  • ALLIR fara úr skónum í andyrrinu og raða þeim snyrtilega við vegginn þannig að þeir séu ekki fyrir neinum. Enginn fer á skónum lengra en andyrrið.
  • Á milli judo og taekwondo salsins er lítill parketlagður salur sem er ókláraður. Iðkendur þurfa að ganga í gegnum hann til að komast í búningsklefana eða taekwondo salinn, en skulu annars ekki vera þar inni nema með leyfi.
  • Ef foreldrar eru að bíða eftir börnunum sínum þá eru sófar í andyrri og ganginum. Ef þið sjáið einhverja með læti eða sóðaskap, vinsamlegast minnið viðkomandi á góða umgengni.
  • Fyrst og fremst, göngum snyrtilega og prúðlega um húsnæðið OKKAR svo að við getum haldið því fallegu og góðum anda í húsinu. Ef þið sjáið rusl eða eitthvað sem hægt er að taka til eða laga, gerðu það þá sjálfur, ekki bíða eftir að einhver annar geri það.

Við vonumst svo til að klára það sem þarf að klára á næstu dögum. Vinsamlegast fylgist með gangi mála á facebook síðu deildarinnar

 
 
Með kveðju
Þjálfarar og stjórnin taekwondo Kef og judo UMFN