Fréttir

Taekwondo | 20. janúar 2009

Norðurlandamótið í taekwondo á laugardag

Norðurlandamótið 2009 í Taekwondo verður haldið laugardaginn 24. Janúar í íþróttahúsinu Fram (Safamýri 26) og hefst mótið kl 9. Þetta er í fyrsta skipti í 13 ár sem Ísland heldur norðurlandamót og því hvetjum við alla að koma og horfa og hvetja íslenska liðið áfram. Nokkrir keppendur verða frá Taekwondo deild Keflavíkur og munu þeir treysta á stuðning ykkar. Það kostar 500 kr inn á mótið sem rennur til stuðnings íslenska landsliðsins. Vonandi mæta sem flestir með trommur, íslenska fánann og góða skapið og hvetja okkur áfram.  ÁFRAM  ÍSLAND..!!!!

Við minnum einnig iðkendur á TSH mótið sem verður haldið í Reykjanesbæ helgina eftir, skráningarfrestur er að renna út, munið að skilja miða ásamt keppnisgjaldi.